Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ’78, sagði í samtali við RÚV að gerendurnir ætli sér að vekja ótta á meðal minnihlutahópa. Hún segir ekki vitað nákvæmlega hverjir séu á ferðinni en að unnið sé að rannsókn á því.
Aðferðin er sú að hringt er eða send skilaboð í gegnum samskiptaforrit úr fölsuðum aðgöngum. Fólki er þannig hótað ofbeldi, jafnvel lífláti.
„Í raun á alltaf að láta okkur vita verði fólk fyrir hatursorðræðu, eða hatursglæp af einhverju tagi sem tengist hinseginleika. Það skiptir okkur miklu máli, bæði að hafa yfirsýn yfir hvað er í gangi og líka geta boðið stuðning og ráðgjöf. Bæði persónulega og lögfræðiráðgjöf,“ sagí Þorbjörg við RÚV.
Upptökur af samtölum þar sem karlar segjast tilheyra Hommabönum ganga nú ljósum logum á samfélagsmiðlum. Mannlífi hafa borist slíkar upptökur þar sem með svívirðilegum hætti er sótta að þessum minnihlutahópum. Hommabanarnir segja þó að þeirra hlutverk sé ekki að myrða homma, heldur að drepa hommann í viðmælendum sínum.
Í einni upptöku má heyra karlmann segjast vera í Hommabanasveitinni. „Það er ekkert hobbí ef ég fæ borgað fyrir að buffa hommana.“ Hann segist fá borgað fyrir að vera í sveitinni.
RÚV vísar til annarrar upptöku þar sem þessi orð falla.
„Við höfum ekki drepið neinn homma en við höfum, þú veist það er meira verið að drepa hommann í þér, fattarðu? Að troða þér aftur inn í skápinn. Það er ekki að drepa manneskjuna heldur að drepa hommann, þess vegna erum við hommabanar.“
Svo kemur þetta fram á annarri upptöku: „Þegar menn eru að drepa. Drepa, drepa, drepa, drepa. Við drepum ekki hommana. Nei við drepum ekki hommana, það er bara ekki leyfilegt. Bara svona smá að buffa þá. Aðeins svona smá svona. Bara svona þetta venjulega.“
Haft er eftir Þorbjörgu Þorvaldsdóttir bendir að andúð og ofbeldi gegn samkynhneigðum, ekki síst transfólki fari vaxandi í ýmsum nágrannalöndum okkar. Þetta endurspegli fordóma og gamalgrónar hugmyndir um hvað það sé að vera karl og kona. Hatursglæpir í garð transfólk hafi til dæmis aukist á Bretlandi