Fimmtudagur 25. maí, 2023
6.1 C
Reykjavik

Svæsin hitabylgja í Evrópu: Metin gætu fallið í hrönnum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hitabylgja mun ganga yfir meginland Evrópu næstu daga og er útlit fyrir að hitamet falli í hrönnum. Meira að segja í Osló er því spáð að hitinn fari yfir 30 gráður.

Mestur verður hitinn í Mið-Evrópu, frá Hollandi og suður til Spánar. Í Frakklandi hefur verið gefin út veðurviðvörun fyrir nánast allt landið en í gær fór hitinn í Bordeaux í 41,2 gráður sem er það hlýjasta frá upphafi mælinga. Hitametið í París, sem nú er 40,4 gráður, gæti einnig fallið á morgun.

Hitinn gæti farið yfir 40 gráður í nokkrum löndum til viðbótar. Belgía hefur í fyrsta skipti gefið út rauða viðvörun fyrir allt landið vegna hitans. Það sama er uppi á teningnum í Zaragoza á Spáni þar sem miklar hættur eru á gróðureldum. Stjórnvöld í Hollandi hafa virkjað viðbragðsáætlun og í Bretlandi gæti hitinn farið yfir 35 gráður sem yrði það hæsta sem mælst hefur.

Meira að segja í Skandinavíu er búist við miklum hitum. Í Osló er spáð yfir 30 gráðu hita um helgina og litlu svalara verður í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -