Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0 C
Reykjavik

Svala sár yfir fréttum: „Ég hef sjaldan á ævi minni verið eins stolt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svölu Ragnheiðardóttur gremst fréttaflutningur af átökum og erfiðleikum í Sóttvarnarhúsinu. Þar hefur hún unnið vaktir fyrir hönd velferðarsviðs Reykjavíkurborgar til stuðnings heimilislausum karlmönnum í sóttkví. Svala telur því miður ljóst að mennirnir endi aftur í harki götunnar að dvöl lokinni.

Það sem særir Svölu eru fréttir af því að það sé erfitt, flókið eða ómögulegt að sinna heimilislausum mönnum í Sóttvarnarhúsinu. Hún segir það einfaldlega ósatt og fréttaflutning byggðan á þekkingarleysi. „Ég hef sjaldan á ævi minni verið eins stolt og ég er núna af mönnunum sem dvelja í sóttvarnarhúsinu. Það er ekki auðvelt að hafa glímt við heimilisleysi og annarskonar undirliggjandi vanda í mörg ár og upplifað fordóma og skilningsleysi frá kerfinu og þurfa svo allt í einu að vera lokaður inni í herbergi í nokkra daga og þurfa alfarið að treysta á kerfið. Mennirnir eru að standa sig svo ótrúlega vel og eiga stórt hrós skilið frá samfélaginu,“ segir Svala í færslu sinni á Facebook þar sem hún birtir mynd af sér og vinkonu sinni á vaktinni.

„Við erum að sjá magnaða hluti gerast hjá einstaklingunum.“

Þvert á móti segir Svala fult af jákvæðum hlutum eiga sér stað í þessu verkefni fyrir heimilislausu karlmennina. Hún er þeirrar skoðunar að viðlíka úrræði ætti að vera ávallt í boði, ekki bara á tímum sóttkvíar. „Þessi heildstæða nálgun (húsnæði + lyfjameðferð + stuðningur) virkar. Við sem samfélag ættum að geta boðið þessum mönnum hana alltaf. Þetta verkefni hefur gengið ótrúlega vel og í raun vonum framar. Viðmót gestanna og starfið í heild sinni einkennist af umhyggju, virðingu og skilningi. Karlmönnunum er mætt af fullum skilningi og fá þeir skaðaminnkandi viðhalds- og lyfjameðferð, sálrænan stuðning, félagsskap, góðan mat og er allt gert til að gera dvöl þeirra sem þægilegasta. Við erum að sjá magnaða hluti gerast hjá einstaklingunum,“ segir Svala og bætir við:

„Þetta er nefnilega ekki flókið eða erfitt, þegar heimilislaus einstaklingur fær sitt örugga rými, viðeigandi lyfjameðferð og stuðning þá gerast fullt af jákvæðum hlutum í lífi hans. Hann þarf ekki lengur að harka og gera allskyns hluti til að fjármagna vímuefnavandann sinn og þarf heldur ekki að vera stöðugt að leita sér af stað til að vera á. Einstaklingurinn nær að upplifa öryggi og ró, kemst í betra líkamlegt og andlegt jafnvægi og nær að hvílast. En raunveruleikinn er sá að þegar sóttkví líkur þá fara mennirnir aftur út á götu eða í neyðarathvörfin og beint í harkið.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -