Miðvikudagur 20. september, 2023
10.8 C
Reykjavik

Svandís sögð svikul

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Smábátamenn eru ævareiðir vegna þess að Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, hefur hafnað því að auka við kvóta strandveiðanna og tryggja þannig að ekki verði klippt á veiðarnar í þessari viku, næstum mánuði fyrr en áður hefur gerst. Hún er sögð svíkja sjómennina.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, hefur skorað á ráðherrann að breyta fyrri ákvörðun um að stöðva veiðarnar. Minnt er á að Svandís hafi margsinnis lýst því að hún og flokkur hennar styðji þessar umhverfisvænu veiðar og vilji auka vægi þeirra.

Líklegt er að Svandís telji sig hafa troðið Sjálfstæðisflokknum nóg um tær með hvalveiðibanninu þótt ekki bætist við að hún skerði stórútgerðina með því að færa kvóta á milli kerfa. Skýringin er vafalítið sú að hún þori einfaldlega ekki að styggja vini sína og samstarfsmenn frekar en orðið er. Hines vegar er bent á að aukningin sem beðið er um nemur ekki nema meðalkvóta eins togara …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -