Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Svante og ég

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðast en ekki síst

Höfundur / Magnús Guðmundsson

Fyrir einhverjum árum fékk ég að vera aðstoðarmaður. Reyndar hvorki ráðherra né þingflokks, heldur formanns Öryrkjabandalagsins en faðir minn sem er rúllandi öryrki gegndi því starfi um tíma. Mitt starf var bundið við ferðir pabba formanns, þegar hann þurfti að sækja fundi í útlöndum og þá einkum á Norðurlöndunum.

Á fundunum vorum við tveir ólaunaðir í að aðstoða, ég og sænski aðstoðarhundurinn Svante. Ég fékk reyndar dagpeninga og lét ekkert tækifæri fram hjá mér fara til þess slá um mig í návist Svante. Hundhelvítið hafði reyndar kostað aurinn en sjálfur er ég heimatilbúinn úr misvondum ákvörðunum foreldra minna.

Þrátt fyrir samkeppni og spennu á milli okkar Svante í kringum þessa fundi fór þetta almennt vel fram. Að loknum fundum var setið og spjallað en tvennt þótti Norðurlandabúunum merkilegast. Í fyrsta lagi var rætt um að Svante væri í raun betri fjárfesting en ég, auk þess að bera sig betur og vilja ekki hanga á barnum fram eftir nóttu sem þykir víst ókostur í Noregi. Hitt þótti þó markverðara, en það er hversu fáránlega léttur á fóðrum hinn íslenski öryrki er frá degi til dags og árið um kring. Svo fisléttur að stjórnvöld geta skorið niður framlög í hallæri, haldið öllu í biðstöðu í góðæri og skorið svo aftur niður ef það er kannski að fara að gefa á bátinn.

Pabbi benti á að þetta væri reyndar bara svíðingsháttur en tók svo undir hvað Svante væri stórkostlegur. Sjálfur vissi ég því ekki alveg hvað mér átti að finnast en er þó reynslunni ríkari eftir þennan tíma. Og hver veit nema að hagur minn vænkist meir ef ég skyldi komast í nýju aðstoðarmannasveitina á hinu háa Alþingi út á þessa reynslu og það með meira kannski þreföld öryrkjalaun og í syngjandi sveiflu. Þá skal sko helvítið hann Svante fá að frétta af því.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -