Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Svavar um harða neysluna: „Hefði kálað einhverjum eða stolið sleikjó af litlu barni til að fá efni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svavar Georgsson hefur náð að halda sér frá harðri fíkniefnaneyslu og þannig á beinu brautinni í 15 mánuði. Hann segir það ekki sér að þakka að vera á lífi í dag en stefnir á að mennta sig.

Líkt og Mannlíf greindi frá bjó Svavar meðal annars í tjaldi í Breiðholtinu í næstum tvö ár en í dag hefur hann þak yfir höfuðið. Hann ræddi neysluna, fíknina og lífernið í viðtali við Fréttablaðið. „Að komast lífs af úr þessum hremmingum var ekki mér að þakka. Mín neyslusaga er bæði löng og leiðinleg. Ég byrjaði mjög ungur að nota efni. Byrjaði að nota áfengi og var svo kominn út í neyslu efna,“ segir Svavar.

Sjá einnig: „Elsku fólk. Sá sem „BJÓ“ þarna er ég!“ – Kristján kvartar undan greni en þá stígur Svavar fram

Svavar ólst upp í Vestmannaeyjum þar sem fyrirmyndirnar voru ekki alltaf þær bestu. „Sem krakki í Vestmannaeyjum fannst mér mjög spennandi að hanga fyrir utan barina og sjá menn vera að slást. Þetta voru svona fyrirmyndirnar í mínu lífi. Ég ætlaði að verða stór og sterkur og geta lamið frá mér, eins og gengur og gerist. Efnin gerðu það að verkum að maður þorði að tala við stelpurnar og breyttist úr litlum feimnum dreng yfir í óargadýr sem þorði að taka af skarið,“ segir Svavar og bætir því við að hann hafi verið alinn upp við góð gildi:

„Foreldrar mínir eru góðir og ég var rosalega mikið hjá ömmu minni, sem er besta konan í mínu lífi. Ég hef ekki hitt heiðarlegri konu. En það skiptir í raun og veru engu máli hvaðan þú kemur, flottu heimili eða einhverri braggablokk.“

„Ef ég hefði grætt eiturlyf á því að stela sleikjó af litlu barni þá hefði ég bara gert það.“

Eins og áður sagði dvaldi Svavar í greni í Breiðholtinu í tæp tvö ár eftir að hafa gefist upp að dvelja í gistiskýlum í Reykjavík. Hann komst loksins inn á Vog, 15. nóvember 2019, og hefur haldið sér frá neyslu síðan. „Í dag, þegar ég horfi til baka á veru mína í Gistiskýlinu, þá er þetta bara geymsla fyrir fólk. Ég hefði alveg eins getað verið inni í fangelsi, ég fékk samt að ganga frjáls um göturnar og allt það, en það var ekkert gert fyrir okkur. Við fengum húsaskjól og einn bakka af mat á dag ásamt því að vera rændir af þeim sem voru þarna. Auðvitað vill enginn vera á þessum stað, sjúkdómurinn er miskunnarlaus og honum er skítsama um það hvort þú eigir börn, fjölskyldu eða hús. Eina markmiðið hjá sjúkdómnum er að rústa lífi þínu, einn dag í einu.“

- Auglýsing -

Svavar var orðinn mjög langt leiddur fíkill sem hefði gert allt til að útvega sér efnin. „Það var mjög illa komið fyrir mér. Ég var orðinn algjörlega tannlaus. Þegar þú ert í þessari neyslu þá étur það upp tennurnar, þær brotna og losna bara í heilu lagi. Ég var eiginlega aldrei að nota mér til skemmtunar. Efnin eru löngu hætt að virka og ég þurfti alltaf meira og meira til að bústa kerfið upp. Ef ég hefði grætt eiturlyf á því að stela sleikjó af litlu barni þá hefði ég bara gert það. Alveg sama hvað ég hefði þurft að gera. Ef ég hefði þurft að kála einhverjum,“ segir Svavar.

Í dag lítur Svavar lífið bjartari augum. Hann stefnir á nám og dreymir um að stofna til fjölskyldu innan fárra ára. Fyrir á hann fjögur börn, þriggja til tíu ára, með þremur konum.

„Ég ætla að vera kominn í eigin húsnæði og búinn að stofna fjölskyldu. Ég horfi ekki á neitt annað en það. Ég vil vera öðrum innan handar sem þurfa á að halda og vera sómasamlegur samfélagsþegn. vonleysisfíkill sem var í þessum hræðilegu aðstæðum – núna er hann að fara að mennta sig,“ segir Svavar stoltur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -