• Orðrómur

Sveinn Andri æsti sig í dómsal

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sveinn Andri segist ekki ætla að koma nálægt kröfu Arion banka á hendur WOW air.

Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, segist ekki ætla að nálægt kröfu Arion banka í þrotabú flugfélagsins, að því er fram kemur á vef RÚV. Þetta staðhæfði lögmaðurinn í dag í í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar krafa Arion banka um að Sveinn Andri víki sem skiptastjóri í þrotabúi WOW air var tekin fyrir.

Í samtali við Mannlíf í síðustu viku staðfesti Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri , hæstaréttarlögmaður og þá nýskipaður skiptastjóri þrotabús WOW air, yrði settur af vegna vanhæfis. Haraladur staðfesti einnig að það tengdist ágreiningi bankans við bústjóra þrotabús tölvufyrirtækisins Data Cell þar sem Arion er stærsti kröfuhafinn. Sveinn Andri er skiptastjóri í því búi.

„Ég vil að öðru leyti ekki tjá mig um þetta. Málið er bara í farvegi og við ætlum ekki að reka það í fjölmiðlum,“ sagði Haraldur í samtali við Mannlíf, sem greindi fyrst frá málinu, en Arion banki er, eins og kunnugt er, einn af stærstu kröfuhöfunum í þrotabú flugfélagsins WOW air.

- Auglýsing -

Í dag sagði Sveinn Andri að kröfu Arion banka mætti rekja til persónulegrar óvildar til sín þar sem hann ræki mál sín af hörku. Skaut hann svo föstum skotum á Ólaf Eiríksson, lögmann Arion banka vegna málsins að dómari í málinu, Símon Sigvaldason bað Svein Andra vinsamlegast að gæta orða sinna. Í kjölfarið baðst Sveinn Andri afsökunar á því að hafa æst sig.

Von er á úrskurði á föstudag.

Mynd / Kristinn Magnússon

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -