Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Sveinn Andri ræðst á kirkjuna: „Gríðarleg tímaskekkja þessi ríkiskirkja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögfræðingurinn umdeildi, Sveinn Andri Sveinsson deildi frétt Rúv í gær. Krefst hann aðskilnað ríkis og kirkju.

Frétt Rúv snéri að kirkjuþingi sem nú er haldin „í skugga hagræðingakröfu“ eins og það var orðað hjá Rúv. Hófst þingið á helgihaldi sem frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, stýrði. Þar segir að kirkjan hafi verið rekin með halla og gengur tillaga sem fram er komin út frá því að miðað við tekjur hennar þurfi að fækka stöðugildum úr 145 í um 135. Þá liggja aukreitis fyrir þinginu tillögur um framlengingu ráðningabanns sem samþykkt var á aukakirkjuþingi fyrr á árinu og ná fram hagræði með sameiningu prestakalla.

„Gríðarleg tímaskekkja þessi ríkiskirkja. Hafi fólk einhverja þörf á því að tilbiðja ímyndaðan vin, þá er það bara þeirra mál,“ skrifar Sveinn Andri á Facebook. „Slík tilbeiðsla á hins vegar að vera í höndum sjálfstæðra safnaða sem hvorki ríki né sveitarfélög hafa afskipti af.“

Að lokum krefst Sveinn Andri aðskilnað ríkis og kirkju. „Það er lágmarkskrafa á 21. öld að fullkominn aðskilnaður ríkis og kirkju eigi sér stað. Þangað til ríkir ekki trúfrelsi í landinu.“

Sjá einnig: Brottreknir starfsmenn í máli við Þjóðkirkjuna – Agnes er sökuð um óráðssíu og einelti

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -