• Orðrómur

Sveinn Andri telur lögreglu eiga rannsaka hótanir Róberts Wessman: „Þetta eru refsiverð brot“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Aðspurður um meintar líkamsárásir Róberts Wessman, forstjóra Alvogen og Alvotech, segir Sveinn Andri Sveinsson hæstarréttarlögmaður að slík atvik eigi að sæta rannsókn lögreglu. Þá eigi málið einfaldlega að sæta saksókn samkvæmt íslenskum hegningarlögum að mati lögmannsins.

Líkt og Mannlíf hefur ítarlega greint frá hafði Róbert í líflátshótunum við háttsetta stjórnendur Alvogen. Á þeim hótunum hefur forstjórinn beðist afsökunar og fullyrt er öll 30 hótunarskeytin hafi verið send í reiðikasti um borð í flugvél.

Halldór fullyrðir jafnframt að hafa sjálfur orðið fyrir líkamsárásum af hendi Róberts og hið sama eigi við um annan háttsettan starfsmann fyrirtækisins. Þá er Róbert sagður hafi beitt Halldór óeðlilegum þrýstingi til að koma höggi á óvildarmenn sína.

Sveinn Andri segir slík brot einfaldlega refsiverð. „Ef við gefum okkur að þessar hótanir hafi átt sér stað og ekki um fyrningu að ræða, þá sé ég ekki annað en það sé skylda hjá íslenskri lögreglu að rannsaka málið að eigin frumkvæði og ákæruvaldsins að ákæra hlutinn. Þetta eru refsiverð brot og skulu sæta saksókn. Punktur. Það þarf ekki frumkvæði þess sem verður fyrir hótununum og það er skylda að rannsaka refsivert athæfi,“ segir Sveinn Andri.

Aðspurður hvernig málið líti út gagnvart því að Róbert hafi verið staddur í flugi þegar hótanirnar voru sendar, líkt og talsmaður hans hefur bent á, segir Sveinn Andri það skipta máli hvers lenskt vélin hafi verið og í hvaða lofthelgi hún hafi verið á þeim tíma sem brotin voru framin.

„Að halda að íslenska refsilöggjöfin nái ekki yfir hótunarbrot því viðkomandi er staddur í flugvél í útlöndum er misskilningur. Ef hann var staddur í lofthelgi annars ríkis eða í loftfari sem skráð er annars staðar þá má refsa honum fyrir brot sem voru framin í flugvélinni ef þau voru refsiverð í lögum þess ríkis. Þá er spurningin í hvaða flugvél var Róbert staddur og yfir hvaða landi var hann þegar skeytin voru send.“

- Auglýsing -

 

Almenn hegningarlög 1940/19

233. gr.
Hver, sem hefur í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað, og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

- Auglýsing -

 242. gr.
 Brot þau, sem í þessum kafla getur, skulu sæta saksókn svo sem hér segir:

1. Brot gegn ákvæðum [228. gr., 229. gr.],  [232. gr.], 233. gr., 233. gr. a og 233. gr. b sæta ákæru.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -