Sveinn Þ. Guðbjartsson, fyrrverandi forstjóri Sólvangs, er látinn. Hann var 82 ára. Morgunblaðið greinir frá þessu. Sveinn tók þátt í ýmsum félagasamtökum yfir árin en hann var einn af stofnendum Kiwanis á Íslandi. Sveinn var giftur Svanhildi Ingvarsdóttur en hún lést fyrr á þessu ári. Þau áttu eina dóttur, Katrínu, og tvo barnabörn.
Sveinn lauk prófum í rafeindavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík en síðar stundaði hann nám í stjórnun heilbrigðisstofnana við Nordiska Helsevardháskólann í Gautaborg. Hann var í nærri fjóra áratugi ýmist stjórnandi á heilbrigðissviði, heilbrigðisfulltrúi Hafnarfjarðar, framkvæmdastjóri Heilsugæslu Hafnarfjarðar og forstjóri Sólvangs.
Hann var meðlimur í fjölmörgum félagasamtökum. Líkt og sjá má á eftirfarandi upptalningu úr Morgunblaðinu þá kom Sveinn víða við. „Sveinn var varaformaður SUS um skeið, sat í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélagana í Hafnarfirði, var stofnfélagi Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, formaður Íþróttabandalags Hafnarfjarðar, landsforseti JC á Íslandi og stofnandi JC-félaga. Hann var einn af stofnendum Kiwanis á Íslandi og tók þátt í stofnum fleiri Kiwanisklúbba, var formaður safnaðarstjórnar Hafnarfjarðarkirkju. Þá sat hann í stjórn Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Sveinn var félagi í Frímúrarareglunni á Íslandi,“ segir í Morgunblaðinu.