Miðvikudagur 19. febrúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Sveinn Guðbjartsson er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sveinn Þ. Guðbjartsson, fyrrverandi forstjóri Sólvangs, er látinn. Hann var 82 ára. Morgunblaðið greinir frá þessu. Sveinn tók þátt í ýmsum félagasamtökum yfir árin en hann var einn af stofnendum Kiwanis á Íslandi. Sveinn var giftur Svanhildi Ingvarsdóttur en hún lést fyrr á þessu ári. Þau áttu eina dóttur, Katrínu, og tvo barnabörn.

Sveinn lauk prófum í rafeindavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík en síðar stundaði hann nám í stjórnun heilbrigðisstofnana við Nordiska Helsevardháskólann í Gautaborg. Hann var í nærri fjóra áratugi ýmist stjórnandi á heilbrigðissviði, heilbrigðisfulltrúi Hafnarfjarðar, framkvæmdastjóri Heilsugæslu Hafnarfjarðar og forstjóri Sólvangs.

Hann var meðlimur í fjölmörgum félagasamtökum. Líkt og sjá má á eftirfarandi upptalningu úr Morgunblaðinu þá kom Sveinn víða við. „Sveinn var varaformaður SUS um skeið, sat í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélagana í Hafnarfirði, var stofnfélagi Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, formaður Íþróttabandalags Hafnarfjarðar, landsforseti JC á Íslandi og stofnandi JC-félaga. Hann var einn af stofnendum Kiwanis á Íslandi og tók þátt í stofnum fleiri Kiwanisklúbba, var formaður safnaðarstjórnar Hafnarfjarðarkirkju. Þá sat hann í stjórn Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Sveinn var félagi í Frímúrarareglunni á Íslandi,“ segir í Morgunblaðinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -