Sunnudagur 13. október, 2024
-1.5 C
Reykjavik

Sveinn Óskar harðorður um Borgarlínu: „En fjárfestarnir, þeir hesthúsa sínar únsur gulls án áhættu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Gullæði fjárfestanna virðist ráða. Þeir virðast hafa offjárfest í lóðum um alla borg, húsum á lóðum sem þarf að rífa með tilsvarandi kostnaði. Áform um Þungu Borgarlínuna getur sett bæði almenna borgara út af sporinu og fjárfestana sjálfa. Ef Þunga Borgarlínan tefst, sökum þess flækjustigs sem Reykjavík hefur komið henni í, gætu þessir fjárfestar valdið tjóni,“ skrifar Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins, í grein á Mannlífi um væntanlega Borgarlínu og það brask sem á sér stað með fasteignir og lóðir við svæðin sem Borgarlínan liggur um.

 

Sveinn Óskar telur einnig að framkvæmdin eigi eftir að taka gríðarlegan tíma með tilheyrandi kostnaði. Hann tekur sem dæmi að byggingu stokks undir Miklubraut  „Miklubrautarstokkur mun í smíðum valda gífurlegum töfum svo aðeins eitt dæmi sé nefnt. Slíkt tjón lendir að mestu á almenningi sem verður fyrir töfum og fari verkefnið úr böndunum fjárhagslega er heimild fyrir Betri samgöngur ohf að setja á skatt sem nú er oft nefndur sem flýti- og tafagjöld, sbr. ákvæði 4. gr. Samgöngusáttmálans. Fari allt úrskeiðis verður almenningur látinn borga með nýjum skatti. Ef skatturinn dekkar ekki tjónið, nú þá hækkar hann þar til að jafnvægi í ársreikningi Betri samgangna ohf er náð. En fjárfestarnir, þeir hesthúsa sínar únsur gulls án áhættu“.

En hvar er árlega tjónið sem Þunga Borgarlínan muni valda umfram þetta sem dekka má með hærri sköttum nýju skattstofunnar sem ber nú heitið Betri samgöngu ohf? Það eru tafirnar sem Betri samgöngur ohf eru að láta framkalla með því m.a. að miðjusetja og taka frá akreinar, þétta byggð og þrengja að umferð sem hönnun og skipulag Þungu Borgarlínunnar gengur út frá. Þar fara saman ókræsilegir hagsmunir sveitarfélaga sem fá hækkandi fasteignagjöld með hækkun á húsnæðisverði á markaðnum.

„Svo eru það fjárfestarnir sem eru að fara að rífa byggingar og byggja ný háhýsi á hámarksverði. Það er Reykjavíkurborg sem hefur með umboðsvanda skipulagsins heimtað allt að 5 prósenta byggingarmagns á þróunarreitum fyrir húsnæði á undirverði sem sett verður á endurmatsverði inn í Félagsbústaði. Svo Betri samgöngur ohf, sem rétt eins og Ríkisútvarpið verður e.k. ríki í ríkinu, reyndar með eigin skattstofn sem þeir þar stýra sjálfir. Og úr þessu verður til ein heljarinnar elíta, allt á kostnað almennings.

Grein Sveins Óskars er að finna í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -