Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Sveinn skipstjóri fer sem stýrimaður á Júlíusi í næsta túr

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar ÍS, fer út sem stýrimaður skipsins í næsta túr þess. Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur skipverjum verið tilkynnt um þá fyrirætlan útgerðarinnar við misgóðar undirtektir skipverjanna.

Sveinn Geir skipstjóri var sviptur skipstjóraréttindum sínum tímabundið og gert að greiða 750 þúsund króna sekt vegna brota á sjómannalögum í frægum Covid-túr frystitogarans.

Eftir því sem Mannlíf kemst næst var skipstjóranum sem fer í næsta túr tilkynnt af útgerðinni, Hraðfrystihúsinu Gunnvör, að Sveinn fari með næst sem stýrimaður. Sú staða þýðir að hann er næsti undirmaður skipstjóra og í raun æðsti maður skips í hálfan sólarhring meðan skipstjóri er í koju.

Sú staðreynd hefur samkvæmt heimildum Mannlífs farið illa á fjölda skipverja Júlíusar sem áður höfðu lýst yfir vantrausti á Svein skipstjóra og lýst því yfir að þeir vilji ekki sigla með honum á ný.

Líkt og Mannlíf greindi fyrst frá var frystitogaranum sigld í land eftir að langstærstur hluti áhafnarinnar veiktist af Covid-19 á miðunum. Það var hins vegar ekki gert fyrir en þremur vikum síðar þegar skipverjar voru margir hverjir orðnir hundveikir og umdæmislæknis sóttvarnar á Vestjörðum hafði ítrekað lagt til að togaranum yrði siglt í land. Þeim tilmælum var ekki sinnt.

Sveinn skipstjóri játaði sök fyrir Héraðsdómi Vestfjarða. Þar var hann sviptur skipstjórnarréttindunum í fjóra mánuði og sektaður um 750 þúsund eins og áður segir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -