Sveinn syrgir 18 ára son sinn Andra Frey: „Við erum ekki gerð til að missa börnin okkar“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Andri Freyr Sveinsson lést 18 ára gamall er hann hrapaði á 60 kílómetra hraða úr tívolítæki á Spáni. Hann hrapaði úr 18 metra hæð niður á steinsteypu og horfði 13 ára systir hans upp á fallið.

Blessuð sé minning Andra Freys.

Hið sorglega slys varð árið 2014 í skemmtigarðinum Terra Mitica en þar losnaði Andri Freyr úr rússibana á fullri ferð. Sveinn Albert Sigfússon, faðir Andra, segir soninn hafa verið bjartan og ljúfan strák með framtíðina fyrir sér. Faðirinn sagði frá sorginni í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2.

„Hann heilsaði fólki með faðmlagi og kvaddi alltaf með faðmlagi. Hann var mikill hugsuður, það fór mikill tími hjá honum í að hugsa staðreyndir lífsins og svona hluti sem maður spáði ekkert í dagsdaglega – þetta var hann að hugsa. Hann var ljúfur og vildi öllum allt vel,“ sagði Sveinn og hélt áfram:

„Maður hefði óskað þess að geta kvatt hann, en við gátum það ekki. Hann trúlega lætur lífið samstundis í þessu slysi. Ég get ekki sett mig í spor annarra sem hafa misst börnin sín á ólíkan hátt. Þó sorgin sé sú sama geta aðstæðurnar verið svo ofboðslega misjafnar.“

Það var úr þessu tæki sem Andri hrapaði á miklum hraða niður á steinsteypuna fyrir neðan.

Sjö börn voru með í ferðinni til Spánar árið 2014 og hafði fjölskyldan safnað lengi fyrir fríinu. Að sögn Sveins er erfitt að lýsa harminum sem fylgir því að missa barn og það hafi verið erfitt að fá ekki að kveðja.

„Krakkarnir horfa öll á slysið og sjá hvað gerðist. Elsta dóttir mín, hún er þrettán ára og er föst í tækinu og horfir á bróður sinn falla úr átján metrum á 60 kílómetra hraða og falla á steinsteypu. Mjög ljót sjón. Það getur enginn tekist á við þetta á hörkunni. Þú getur það kannski í einhverja mánuði en svo hrynur þú. Það kemur að endastöð. Við erum ekki gerð til að missa börnin okkar,“ sagði Sveinn.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -