• Orðrómur

Sviðslistafólk uppskar ríkulega meðan Lilja fékk skömm í hattinn

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Góð vika
Sviðslistafólk

Fjöldi sviðslistamanna átti góðan dag á miðvikudag þegar tilnefningar til Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, voru kynntar. Verðlaunin eru veitt í júní ár hvert en það sem af er þessu ári hefur lítið verið um sýningar og mannfögnuði hvers konar sökum kórónuveirufaraldursins. Það var því kærkomið tilefni fyrir listamenn til að hittast og fagna viðurkenningum, ásamt von um bjartari tíð fyrir listir hvers konar, nú þegar samkomubanni vegna faraldursins léttir í áföngum og landsmenn geta farið að njóta lista í mannfögnuði aftur.
Og ekki nóg með það heldur er sviðslistafólk eins og það leggur sig tilnefnt til Grímuverðlauna sem Sproti ársins fyrir sitt óeigingjarna framlag á tímum COVID-19. Fyrir að standa vaktina þrátt fyrir allt, halda listinni lifandi og næra þjóðina þegar hún þurfti mest á því að halda. Það hefur margur glaðst af minna tilefni.

Slæm vika
Lilja Alfreðsdóttir

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, átti slæma viku, kærunefnd jafnréttismála kvað upp þann úrskurð að ráðherrann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu flokksbróður síns Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að Lilja hefði vanmetið Hafdísi Helgu Ólafsdóttur í umsóknarferlinu en hún var ekki í hópi þeirra fjögurra sem þóttu hæfust og kærði síðan til jafnréttisnefndar, sem í vikunni komst að fyrrgreindri niðurstöðu.
Lilja hefur lengi verið einn vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar og því væntanlega mikið áfall að fá á sig þann úrskurð að hafa brotið lög. Í kjölfarið hefur geisað mikil umræða um málið á samfélagsmiðlum og ljóst að margir hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með uppáhaldsráðherrann sinn, enda fátt sem vekur meiri urg hjá góða fólkinu en það að hygla flokksbróður fram yfir kynsystur.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -