Svik hjá Nettó – Varan kostar 10 krónum meira en hilluverð með 15 prósent afslætti

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Glöggur neytandi tók eftir því að eitthvað skrítið var í gangi með sælgæti á tilboði hjá Nettó. Á gömlum  hillumiða er verðið á vörunni 449 krónur. Á tilboðsmiða stendur hins vegar að fullt verð á vörunni hafi verið 539 krónur, fyrir 15 prósent afslátt. Sælgætið kostar því með afslættinum 459 krónur eða 10 krónum meira en upprunalegt verð á hillu segir til um.

Því miður er mjög algengt að nota sölubrellur sem þessa hér á landi. Stundum gleyma söluaðilar að fela slóðina sem sannar að eitthvað misjafnt sé í gangi. Hrein og klár svik á neytendum hér á ferð. Það versta er að sjaldnast eru seljendur gómaðir við þessa iðju og komast virðist vera upp með það, þó að upp um þá komist.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -