Sunnudagur 19. janúar, 2025
2.2 C
Reykjavik

Svona bregst RÚV við vegna kynferðisáreitni – Stefán útvarpsstjóri: „Leyst verið úr málum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjórar tilkynningar um kynferðislega áreitni innan RÚV en þetta kemur fram í skráningum fyrirtækisins á síðustu fjórum árum.

„Brugð­ist hefur verið við þeim í sam­ræmi við við­bragðs­á­ætlun og leyst úr málum á grunni henn­ar,’’ segir í svari útvarpsstjóra til Kjarnans sem spurði út í málið.

Þá segir útvarpsstjóri að viðbragðsáætlun við slíkum málum sé endurskoðuð reglulega en síðast hafi það verið gert í ágúst á þessu ári.

Í viðbragðsáætluninni er kynferðisleg áreitni skilgreind :
„Hvers kyns hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann til­gang eða þau áhrif að mis­bjóða virð­ingu við­kom­andi einkum þegar hegð­unin leiðir til ógn­andi, fjand­sam­legra, nið­ur­lægj­andi, auð­mýkj­andi eða móðg­andi aðstæðna. Hegð­unin getur verið orð­bund­in, tákn­ræn og/eða líkamleg’’.

Rúv tekur jafnframt fram að í árlegri vinnustaðagreiningu sé spurt um þessi mál og að fræðsla sé boðin.

Þá er tekið fram í viðbragðsáætlun að fyllsta trúnaðar sé gætt við meðferð málanna og sé vinnsla þeirra í samráði við aðila sem tilkynnti málið.
Þá er einnig boðið upp á tíma hjá sálfræðingi hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni fyrir þá sem vilja leita þangað.

- Auglýsing -

Í viðbragðsáætlun segir þá meðal annars:
„Hver sem telur sig hafa orðið fyrir ein­elti, ofbeldi, kyn­ferð­is­legri eða kyn­bund­inni áreitni á vinnu­stað, eða hafa rök­studdan grun eða vit­neskju um slíka hegð­un, skuli upp­lýsa næsta yfir­mann, annan stjórn­anda, mannauðs­stjóra eða annan sem við­kom­andi treyst­ir. Gagn­legt sé að skrá þau atvik sem til­kynn­ingin bygg­ist á og einnig hverjir séu mögu­lega til vitn­is.’’

Hægt er að lesa sig til um viðbragðsáætlun RÚV hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -