Svona lítur það út að missa tuttugu kíló

Deila

- Auglýsing -

Hunter Hobbs, 24ra ára, ákvað að setja sér mjög skýrt áramótaheit – að komast í betra form með því að æfa og hugsa um mataræðið.

Hann ákvað að taka vel á því í þrjá mánuði og tók mynd af sér á hverjum degi ber að ofan.

Hunter léttist um tæp tuttugu kíló á þessum þremur mánuðum og til að fagna þessum árangri sínum ákvað hann að splæsa saman öllum myndunum sem hann tók á tímabilinu í eitt, 55 sekúndna langt myndband.

Sjón er sögu ríkari.

- Advertisement -

Athugasemdir