Svona reddarðu pabbahelgunum án þess að eyða krónu – 40 hugmyndir

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hver kannast ekki við það að vera í vandræðum með að finna eitthvað skemmtilegt að gera með börnunum sínum, sérstaklega yfir vetrartímann. Hvað þá ef það má helst ekki kosta mikla peninga, jafnvel enga. Mannlíf tók saman 40 atriði sem kosta ýmist ekkert eða lítið. 

 

 1. Fara í fjöruferð. Þar er margt skemmtilegt að finna sem má taka með heim og föndra úr. Flestum börnum þykir líka mjög gaman að leika sér í fjörunni.    (sumar og vetur)
 2. Fara út að leika í snjónum. Búa til snjókarl, snjóengla og svo framvegis. Renna sér á skíðum, sleða eða skautum.  (vetur)
 3. Fara í parís eða aðra leiki sem er hægt að teikna upp með krít. Teygjó er líka mjög skemmtilegur leikur. Til er fullt af leikjum sem gaman er að fara í með börnunum. (vetur og sumar)
 4. Búa til fjársjóðsleik sem fjölskyldan tekur öll þátt í. Þá er ákveðið hvaða hluti á að finna úti og leikurinn er unninn þegar öllu hefur verið safnað saman.     (vetur og sumar)
 5. Fara á bókasafn. Á þeim flestum mjög flott aðstaða fyrir börn. Stundum eru þar líka sögustundir og önnur dagskrá fyrir börn. (vetur og sumar)
 6. Fara að skoða dýr. Hesta, fugla og önnur dýr.  (vetur og sumar)
 7. Fara á róluvelli. Nóg er að finna af slíkum og gaman að fara á nýja staði. (vetur og sumar)
 8. Perla, lita, leira, föndra eða mála saman. (vetur og sumar)
 9. Spila saman. (vetur og sumar)
 10. Vaða í grunnum lækjum, sulla. ( sumar)
 11. Fara í Nauthólsvík. (vetur og sumar)
 12. Labba út í vitann á Gróttu.   (vetur og sumar)
 13. Fara í lautarferð með nesti. (sumar)
 14. Fara í Heiðmörk.Þar geta börnin leikið sér allan ársins hring. Á sumrin er gaman að taka með pylsur og grilla.  (vetur og sumar)
 15. Fara niður í miðbæ. Þar er margt hægt að bralla og skoða.  (vetur og sumar)
 16. Fara í berjamó þegar sá tími árs er. (sumar/haust)
 17. Fara út að týna steina. Mörg börn hafa mjög gaman af þeirri iðju. (vetur og sumar)
 18. Dansa og eða syngja saman. (vetur og sumar)
 19. Horfa á kvikmynd saman og poppa. (vetur og sumar)
 20. Týna rusl saman. (vetur og sumar)
 21. Setja upp leikrit. Börnum finnst það mjög spennandi. (vetur og sumar)
 22. Elda saman mat. Til dæmis búa til flatbökur. (vetur og sumar)
 23. Lesa saman. Fer eftir aldri barnana hvernig það væri útsett. (vetur og sumar)
 24. Gera tilraunir saman. (vetur og sumar)
 25. Byggja virki inni í stofu. (vetur og sumar)
 26. Slaka á saman. Kenna börnunum mikilvægi öndunar. Mikið af sniðugu efni er til á netinu sem hægt er að nota. (vetur og sumar)
 27. Tjalda úti í garði og sofa þar. (sumar)
 28. Búa til leir, slím eða annað slíkt. (vetur og sumar)
 29. Fara í fjallgöngu. (vetur og sumar)
 30. Flokka rusl saman. Kenna börnunum í leiðinni um mikilvægi þess ganga vel um jörðina og endurnýta. (vetur og sumar)
 31. Heimadekur. Fara í fótabað, lakka neglurnar, setja á sig ,maska og þess háttar. (vetur og sumar)
 32. Fara í fótbolta eða körfubolta. (vetur og sumar)
 33. Fara með börnunum í dúkkuleik, bílaleik, Barbie eða bara það sem barnið hefur áhuga á. (vetur og sumar)
 34. Kubba saman. Skapa eitthvað flott með börnunum. (vetur og sumar)
 35. Hlusta á sögur saman. (vetur og sumar)
 36. Tína blóm saman og læra nöfnin á þeim. (sumar)
 37. Fara í Hellisgerði. (vetur og sumar)
 38.  Baka eitthvað gott saman. (vetur og sumar)
 39. Læra nýtt tungumál saman. (vetur og sumar)
 40. Fræða börnin okkar um það hvernig við komum fram við aðra, til dæmis í gegnum leik. Það er hægt að fræða og kenna börnum margt í gegnum leik. (vetur og sumar)

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -