Eins og komið hefur fram síðustu daga er ljóst að ekki var gengið frá kjörgögnum á þann hátt er lög segja til um í Norðvesturkjördæmi.
Þá steig umboðsmaður eins flokksins fram í viðtali við Mannlíf í gær og sagðist geta staðfest það að röð mistaka hafi átt sér stað á kjörstaðnum.
Þá hafi meðal annars innsigli ekki verið notuð og margir hafi haft aðgang að herberginu þar sem kjörseðlar voru geymdir eftir að talningu lauk.
Málið er komið á borð lögreglu og rannsókn stendur yfir.
Talning Norðvesturkjördæmis fór fram á Hótel Borgarnesi. Myndir sem teknar voru úr talningarsal fara nú eins og eldur í sinu um internetið en myndirnar sýna fyrir og eftir talningu atkvæða.
Margir eru undrandi vegna óreiðu eftir talninguna og að skilið hafi verið við gögnin í opnum plaskössum eins og sjá má á myndunum.