Laugardagur 14. september, 2024
6.6 C
Reykjavik

Svör Willums Þórs stangast verulega á við ályktun ADHD samtakanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Líkt og Mannlíf fjallaði um í apríl síðastliðnum lengjast biðlistar í ADHD- greiningar með ári hverju. Sögðu ADHD samtökin frá því þann 30.mars síðastliðinn að í nýrri ályktun þeirra skori samtökin á ráðherra og þingmenn að auka fjárframlög til greininga og þjónustu við fólk með ADHD.  Í ályktuninni segir enn fremur að biðlistar hafi aldrei verið lengri en nú.

„Afleiðingar aðgerðarleysis liðinna ára kalla hinsvegar á stóraukið fjármagn næstu árin, til að vinna niður þá 3-4 ára biðlista sem nú blasa við. Þannig og aðeins þannig getur nýtt skipulag greininga og þjónustu á vegum hins opinbera orðið sú mikla samfélags bót sem vonir standa til. Valið stendur í raun um óbreytt ástand með áralöngum biðlistum eða að Ísland verði til fyrirmyndar á heimsvísu þegar kemur að lífsgæðum fólks með ADHD.“

Samkvæmt ADHD samtökunum getur bið á greiningu því verið allt að fjögur ár en stangast það verulega á við ný svör Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra sem birtust í Fréttablaðinu í dag. Sagði Willum biðtíma eftir ADHD-greiningu vera 2,8 ár við fyrirspurn Ernu Bjarnadóttur, varaþingmanns Miðflokksins. Ekki liggur fyrir hvort mikil breyting hafi orðið frá því í apríl byrjun en viðmiðunarmörk Landlæknis um ásættanlega biðtíma eru 30 dagar eftir skoðun hjá sérfræðingi og 90 dagar eftir meðferð eða aðgerð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -