Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Sýður á Sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi: „Vægi landsbyggðarinnar er vægast sagt fyrir borð borið“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
Eftir að nýja ríkisstjórnin leit dagsins ljós voru sumir sáttir en aðrir ekki.
Í Suðurkjördæmi hafa Sjálfstæðismenn ýst yfir furðu og gríðarmiklum vonbrigðum með skipan ráðherra í nýrri ríkisstjórn; segja að Guðrún Hafsteinsdóttir, forystukona flokksins í Suðurkjördæmi hafi hreinlega verið hundsuð.
Í ályktun frá flokksmönnum Sjálfstæðisflokksins í kjörfæminu má lesa þetta:
Ekki landsbyggð tækifæranna?

„Vægi landsbyggðarinnar er vægast sagt fyrir borð borið með úthlutun ráðherrastóla í komandi ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn gefur sig út fyrir að vera flokkur allra landsmanna og ætti að sýna það í gjörðum sínum.“

Áslaug Arna og Bjarni Ben á góðri stundu.

Og þetta líka:

„Það að veita Guðrúnu Hafsteinsdóttur ráðuneyti einungis hluta kjörtímabilsins er eins og blaut tuska í andlitið á þeim þúsundum kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og öllum þeim hundruðum sjálfboðaliða sem tóku þátt í að tryggja glæst gengi flokksins“ segir í áðurnefdri ályktun, og krefja flokksmenn kjördæmisins formann Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson, um útskýringar á ákvörðuninni.

Ályktunin er undirrituð af stjórnarmönnum úr fulltrúaráðum sjálfstæðisfélaga í Vestmannaeyjum, Grindavík, Reykjanesbæ, Árnessýslu, Austur- Skaftafellssýslu og Gullbringusýslu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -