• Orðrómur

Sýður upp úr á sunnudaginn? – Stefnir í stór mótmæli – Þjóðin lokar landinu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það er ljóst að þolinmæði Íslendinga er á þrotum hvað varðar landamærin. Ríkisstjórnin hefur neitað að fara að vilja þjóðarinnar um að loka þeim. Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er þó sammála sóttvarnarlækni um að loka landamærum og færa ástandið í eðlilegt horf innanlands.

Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur boðað til mótmæla á sunnudaginn með það að markmiði að loka umferð frá Leifstöð. Þeim fjölgar ört sem ýmist segjast „going“ eða „interested“ á viðburðinn á Facebook. Á stuttum tíma eru þeir orðnir um þrjú þúsund manns. Svo þarf ekki marga bíla til að framkvæma verkið. Hér stefnir því í stærstu mótmæli Íslands síðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var hrakin frá völdum vegna Wintris.

Herra Hnetusmjör, réttu nafni Árni Páll Árnason, sagði í samtali við DV fyrr í dag að nú sé þetta komið gott. „Frétt eftir frétt eftir frétt er sagt frá því að mikið af smitum eru rakin til landamærana, núna síðast leikskólinn Jörfi. Manni er í rauninni hætt að standa á sama. Þarna eru börn á leikskólaaldri smituð út af einhverjum fávita sem virti ekki sóttkví, einhver ferðalangur. Hvort sem það er Íslendingur eða ferðamaður, það skiptir ekki máli, þetta er á landamærunum,“ sagði Árni.

- Auglýsing -

Hér má sjá viðburðinn á Facebook.

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -