Sýnir tíu málverk sem hann vann í sumar

Deila

- Auglýsing -

Brian Scott Campbell sýnir tíu ný málverk í Harbinger.

 

Bandaríski listamaðurinn Brian Scott Campbell opnar einkasýningu sína, Like A Ship, í sýningarými Harbinger á Freyjugötu 1 á laugardaginn klukkan 16.00.

Brian sýnir tíu ný málverk á sýningunni. Verkin vann hann í sumar á Íslandi. Þau eru að mestu í gráum tónum og sýna landslag að einhverju tagi.

Brian Scott Campbell er fæddur 1983 í Bandaríkjunum. Brian hefur sýnt víða um heim og fjallað hefur verið um verk hans í Whitehot Magazine, iD Magazine og Vice svo nokkur dæmi séu tekin.

Sýning Brians stendur til 31. ágúst.

- Advertisement -

Athugasemdir