Fimmtudagur 25. maí, 2023
6.8 C
Reykjavik

Systir Guðmundar í Baggalúti þakklát ókunnugri konu: „Hann hringdi í mig hissa og þakklátur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Það er alltaf gaman að heyra gleðifréttir; fallegar fréttir af manngæsku fólks.

Ein slík er hér.

Helga Pálsdóttir, systir hins bráðsnjalla söngvara úr hljómsveitinni Baggalúti, Guðmundar Pálssonar, var djúpt snortin af þakklæti þegar ókunnug kona borgaði fyrir son hennar í Krónunni í Mosó.

Gefum Helgu orðið, en hún sagði frá þessum fallega gjörningi í Facebook-hópnum Íbúar í Mosfellsbæ – Umræðuvettvangur:

„Þú yndislega kona í Krónunni sem borgaðir fyrir son minn þegar hann var ekki með nóg fyrir því sem hann ætlaði að kaupa, takk.

- Auglýsing -

Hann hringdi í mig hissa og þakklátur að ókunnug kona borgaði fyrir hann það sem vantaði uppá.

Það býr gott fólk í Mosó.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -