Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Systir Meghan segir hana hafa ætlað að skyggja á Katrínu hertogaynju

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hálfsystir Meghan Markle, Samantha Markle, segir systur sína vera afar afbrýðisama út í Katrínu hertogaynju. Samantha og Meghan hafa átt í erjum og sú fyrrnefnda hefur ekki legið á skoðunum sínum um systur sína.

Samantha segir Meghan systur sína hafa valið tímasetninguna vandlega til að tilkynna að hún og Harry ætluðu að stíga til hliðar og segja sig frá skyldum innan bresku konungsfjölskyldunnar. Tilkynning þeirra birtist á Instagramkvöldið 8. janúar en Katrín á afmæli þann 9. janúar. Samantha segir Meghan hafa ætlað að skyggja á Katrínu á afmælisdaginn.

Samantha segir frá þessu í viðtali við Daily Star Online. Hún heldur því fram að markmið systur sinnar hafi verið að skemma afmælisdag Katrínar sem varð 38 ára í janúar.

Í viðtalinu segir Samantha einnig að það sé ekki hægt að bera Meghan og Katrínu saman. „Katrín er goðsögn. Fullkomið efni í drottningu,“ segir Samanta meðal annars.

Samantha er greinilega mikill aðdáandi Katrínar og hrósar Katrínu í hástert í umræddu viðtali.  „Mér þykir mikið til hennar koma þegar hún lætur 200 dollara kjól líta út fyrir að kosta tvær milljónir dollara,“ segir Samantha.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -