Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Systkinin ungu Mikael og Sunna glíma við erfið veikindi – SÖFNUN – „Óvissan mikil með bæði börnin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Foreldrarnir Líf Steinunn Lárusdóttir og Magnús Reynisson hafa þurft að ganga í gegnum erfiða baráttu með ungum veikum börnum sínum, þeim Mikael Darra og Sunnu Líf, sem bæði glíma við erfið veikindi. Hafin er söfnun fyrir þessa litlu fjölskyldu sem barist hefur hetjulega síðustu fimm ár.

Mikael veiktist af alvarlegu hvítblæði við 8 mánaða aldur og Sunnu Líf greindist svo nýlega með æxli og hefur verið mikið veik síðustu vikur. Í tilefni af alþjóðlegum degi gegn krabbameini í gær birti Ruth Ingólfsdótir, vinkona fjölskyldunnar færslu á Facebook þar sem hún biður sem alla um að styðja við fjölskylduna og deila boðskapnum. Svona hljóðar færsla hennar:

Mikael Darri hefur glímt við erfitt krabbamein frá 7 mánaða aldri.

„Í dag er alþjóðlegur dagur gegn krabbameini og í tilefni þess langar mig til að vekja athygli á sögu elsku Mikaels Darra, systur hans Sunnu Líf og fjölskyldu. Þau systkinin og foreldrar þeirra, Líf og Magnú,s hafa þurft að ganga í gegnum erfiða baráttu við lífið og krabbamein síðstu 5 árin. Baráttunni er hvergi lokið þar sem Mikael Darri er búinn að vera í geislum og svæfingu á hverjum degi í desember og janúar vegna illkynja krabbameins og er nú einnig systir hans, Sunna Líf komin í rannsóknir vegna hnúðs sem fannst í skeifugörninni og mikil veikindi síðustu vikur,“ segir Ruth.

Ruth segir því ljóst að óvissan með bæði börnin, Mikael og Sunnu, sé mikil. Þess vegna hafi hún ákveðið að ráðast í söfnun fyrir fjölskylduna. „Mikael Darri veikist í kringum 8 mánaða aldur og greinist síðan í framhaldi með alvarlegt AML hvítblæði ásamt æxli við heila, mænu og í andliti rétt fyrir 1 árs afmælið sitt. Honum var haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu í mánuð og fór í mjög harða lyfjameðferð inn á spítala í 7 mánuði. Í september á síðasta ári greinist Mikael Darri með High- risk illkynja krabbamein í munnvatnskirtlinum sem hefur dreift sér í eitil og mögulega lungu. Baráttan hefur tekið mikið á lítinn kropp og í miðjum heimsfaraldri þurftu foreldrar hans að rjúka með hann út til Boston í 5 tíma aðgerð til að fjarlægja munnvatnskirtil og eitil,“ segir Ruth og bætir við að lokum:

Sunna Líf hefur verið mikið veik undanfarið.

„Mikael Darri hefur verið ótrúlega sterkur og má segja að hann sé í raun algjört kraftaverkabarn miðað við allt það sem hann hefur þurft að ganga í gegnum á sinni stuttu ævi. Nú á meðan Líf og Magnús standa í þessu krefjandi verkefni og miklu óvissu með framtíðina og bæði börnin langar mig að gera allt til að létta á þeim. Margt smátt gerir eitt stórt á vel við núna.“

Þeir sem vilja hjálpa litlu fjölskyldunni í þessari erfiðu baráttu þá koma hér reikningsupplýsingar um styrktarreikning í nafni móðurinnar:

Reikningsnúmer: 536-26-8389
Kennitala: 130384-8389

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -