Tæplega fimmtíu stútar undir stýri stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu um helgina

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fjörutíu og fjórir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þrjátíu og fjórir voru stöðvaðir í Reykjavík, fimm í Kópavogi, þrír í Mosfellsbæ og tveir í Hafnarfirði.

Lögreglan segir þrjá stöðvaða á föstudag en tuttugu og sex á laugardaginn. Fjórtán á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. „Þetta voru þrjátíu og átta karlar á aldrinum 17-61 árs og sex konur, 17-60 ára,“ segir í tilkynningunni.

Átta þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Sjö hafa aldrei öðlast ökuréttindi. Í tveimur málanna um helgina voru ökumenn sviptir ökuleyfi til bráðabirgða eftir afskipti lögreglu, en það var vegna ítrekaðra umferðarlagabrota viðkomandi.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Andrés við fótskör Davíðs

ORÐRÓMUR Ráðning Andrésar Magnússonar, fjölmiðlarýnis Viðskipablaðsins, í starf fulltrúa ritstjóra Morgunblaðsins vekur nokkra athygli, aðallega í fjölmiðlaheiminum.Ýmsar...