Klukkan 15:00 í dag mældist kjörsókn tæplega þrjátíu prósent í Suðvesturkjördæmi. Hopp rafskútuleigan hefur boðið fólki að ferðast ókeypis að kjörstöðum, svo lengi sem hjólum sé lagt við kjörstað.
Þá ræddi Guðmundur Franklín Jónsson við Vísi og sagðist hann ánægður að heyra hve margir hafi þegar nýtt kosningarétt sinn.
„Ég held að fólk þrái breytingar og sé að mótmæla með atkvæði sínu. Fólk gengur óbundið til kosninga,‘‘ sagði Guðmundur en flokkur hans mælist með 0,5 prósenta fylgi.
Kjörsókn í Reykjavík hefur dregist saman frá því klukkan fimm en hefur verið meiri framan af deginum saman borið við Alþingiskosningarnar árið 2017.