Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Táraðist þegar hann las bréfið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er óhætt að segja að Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hafi haft í miklu að snúast undanfarnar vikur vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. Víðir segir frá því á Facebook að honum hafi undanfarið borist margar góðar kveðjur og hvatningarorð fyrir vinnu sína í tengslum við baráttuna við veiruna. Ein kveðjan stendur þó upp úr að hans sögn.

„Ég er búin að fá fullt af góðum kveðjum, hvatningu og þökkum fyrir að vinna vinnuna mína. Ég held samt að þessi sé sú fallegasta. Ég fékk tár í augun við að lesa þessa kveðju frá honum Pálma Víði 11 ára,“ skrifar Víðir og birtir mynd af bréfi frá 11 ára aðdáanda hans.

Í bréfinu þakkar hinn 11 ára Pálmi Víði fyrir hjálpina. „Takk fyrir að passa upp á ömmu mína sem er 73 ára,“ skrifar hann meðal annars í bréfið.

Færslu Víðis má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -