2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Taylor Swift með opnunaratriðið á AMA

Taylor Swift mun opna American Music Awards hátíðina og er tilnefnd til fjögurra verðlauna.

Söngkonan Taylor Swift mun verða með opnunaratriðið á American Music Awards (AMA) í ár. Swift er einnig tilnefnd til fjögurra verðlauna á hátíðinni sem fer fram þann 9. október í Los Angeles.

Swift tilkynnti þetta sjálf á Instgram í gær og fékk köttinn sinn, Meredith, með sér í lið en hann virtist ekkert of spenntur.

Swift kom  seinast fram á AMA hátíðinni árið 2014 og hreppti þá verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sviði tónlistar. Hún hefur í gegnum tíðina hlotið 19 verðlaun á AMA.

Þeir listamenn sem munu einnig koma fram á hátíðinni eru Carrie Underwood, Imagine Dragons, Cardi B, Post Malone og Ty Dolla $ign svo eitthvað sé nefnt.

AUGLÝSING


Tracee Ellis Ross mun verða kynnir hátíðarinnar.

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is