Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Tekjulaust fyrirtæki hagnaðist skyndilega um tæpar 130 milljónir í fyrra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arctic Therapeut­ics ehf., sem rekur hraðprófunina covidtest.is, velti alls 399,7 milljónum króna í fyrra. Hagnaður fyrirtækisins var 127,2 milljónir króna en félagið hafði í fyrsta sinn tekjur á því ári. Eigendur félagsins eru Hákon Hákonarson, David H. Moskiwitz og Philip Harper en þeir síðarnefndu eru báðir Bandaríkjamenn.

Íslenska ríkið greiddi Arctic Therapeutics fjögur þúsund krónur fyrir hvert hraðpróf fyrir einstaklinga búsetta hér á landi. Greiðslurnar voru felldar niður þann 1. apríl síðastliðinn en þá höfðu allar takmarkanir, vegna heimsfaraldursins, verið teknar úr gildi. Í dag rukkar fyrirtækið tæpar sjö þúsund krónur fyrir hraðpróf en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, sem fjallaði um málið, eru það að mestu leyti ferðamenn sem nýta sér prófin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -