Þriðjudagur 23. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Telur að náfrænka Bjarna verði framkvæmdastjóri SA: „Bjarni ráðherra og Anna Hrefna eru bræðrabörn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hér á þessum vettvangi var nýlega velt upp þeirri spurningu hver taki við af Halldóri Benjamín Þorbergsyni, fráfarandi framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, en hann er að verða forstjóri Fasteignafélagsins Regins eftir umdeildan feril innan SA. Við spurðum: „Hvað tekur svo við?“

Halldór Benjamín.

Víst er að fyrir valinu verður einhver innvígður og innmúraður flokksmaður enda hafa Samtök atvinnulífsins verið að þróast hin síðari ár yfir í að verða eins konar deild í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Ólafur Arnarson í pistli á Hringbraut.

Bætir þessu við:

Bjarni Benediktsson.
Mynd / Hákon Davíð Björnsson.

„Ef niðurstaðan verður sú – sem nú er spáð – að Anna Hrefna Ingimundardóttir verði valin í stöðu framkvæmdastjóra, en hún er náfrænka Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, yrði þessi hugsun að veruleika.

Benedikt Sveinsson.

Anna er dóttir Ingimundar Sveinssonar arkitekts sem er bróðir Benedikts föður Bjarna, sem nú orðið er einkum frægur fyrir kaup sín á hlutabréfum í Íslandsbanka í útboði ríkisins. Bjarni ráðherra og Anna Hrefna eru því bræðrabörn.“

Ólafur ljær máls á því að „Anna Hrefna starfar nú hjá Samtökum atvinnulífsins, en þar starfa nú 30 manns, margir vel tengdir Sjálfstæðisflokknum. Forysta Samtaka atvinnulífsins hefur yfirleitt verið skipuð borgaralega sinnuðu fólki sem hefur jafnan varast að láta spyrða sig um of við einstaka flokka. Yrði niðurstaðan sú að ráða Önnu Hrefnu í stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, yrði það brot á þeirri hugsun.

- Auglýsing -
Ólafur Arnarson.

Samtökin sinna samningum við verkalýðshreyfinguna og hreinræktaðir útsendarar Sjálfstæðisflokksins – þess aðila sem hún lítur á sem höfuðandstæðing sinn – eru síst líklegir til að ná samkomulagi við hreyfinguna.“

Heldur áfram:

Halldór Benjamín og Sólveig Anna.
Myndin er samsett.

„Viðræður við Ragnar Þór og Sólveigu Önnu hafa reynst nógu erfiðar þó að ekki bætist ofan á að þurfa að eiga samtöl við náfrænku formanns Sjálfstæðisflokksins. Það ættu allir að geta séð. Formaður Samtaka atvinnulífsins er nú Eyjólfur Árni Rafnsson, doktor í byggingarverkfræði. Hann er farsæll maður sem hefur hingað til ekki gefið mikið upp um pólitíska stöðu sína enda mun hann vera óflokksbundinn en borgaralega sinnaður. Því verður ekki trúað að Eyjólfur láti það viðgangast hjá Samtökum atvinnulífsins að náfrænka formanns Sjálfstæðisflokksins verði valin til að gegna embætti framkvæmdastjóra samtakanna.“

- Auglýsing -

Ólafur segir að endingu:

„Slíkt yrðu örlagarík mistök sem ekki er líklegt að jafn yfirvegaður maður, og núverandi formaður samtakanna er, láti viðgangast. Eyjólfur Árni vill varla að Samtök atvinnulífsins verði endanlega deild í Sjálfstæðisflokknum á hans vakt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -