Föstudagur 13. desember, 2024
-0.4 C
Reykjavik

Tenerife færð upp á Covid-neyðarstig – Jólaferð hundruð Íslendinga mögulega í hættu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tenerife eyjan er sú eyja í Kanaríeyjaklasanum sem verst hefur orðið úti í Kórónuveirufaldrinum og hafa smitin nú náð yfir 10 þúsund talsins. Hundruð Íslendinga stefna þangað út yfir hátíðirnar og hertar sóttvarnaraðgerðir sem þar hafa verið settar á kunna að setja ferð þeirra í uppnám.

Fjölmiðlar heimamanna greina frá því að Tenerife hefur verið færð upp á hættustig og hafa verið boðaðar hertar aðgerðir sem gilda munu að minnsta kosti til 19. desember næstkomandi. Í gær greindust 209 ný smit á eyjunni og fjórir létust vegna Covid-19. Alls hafa 199 einstaklingar látist á Tenerife vegna veirunnar skæðu.

Kanarísk sóttvarnaryfirvöld eru byrjuð að huga að sértækum hátíðartakmörkunum vegna sóttvarna. Hvort og hvernig þær koma til með að hafa áhrif á jólaferð fjölda Íslendinga á eftir að koma fljótlega í ljós. Ferðakrifstofan Vita hafði ráðgert tvær brottfarir til Tenerife og eina til nágrannaeyjarinnar Gran Canaria en þessar þrjár ferðir hafa nú verið sameinaðar í eitt jólaflug. Flogið verður 22. desember frá Keflavík með 262 farþega um borð.

Eins og staðan er nú hefur verið sett á næturlangt útgöngubann á Kanaríeyjunum sem taka mun gildi 23. desember og gilda til 10. janúar. Samkvæmt því má fólk ekki vera á ferli utandyra milli eitt eftir miðnætti og fram til klukkan sex að morgni. Barir og veitingastöðum er gert að loka klukkan ellefu að kvöldi og þar mega að hámarki sex sitja við hvert borð og tveggja metra reglan tryggð. Sama fjöldatakmörkun gildi fyrir einkasamkvæmi og hittinga utandyra en talan hækkar upp í tíu saman fyrir hátíðarkvöldverði á aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir varar enn við öllum ferðum til útlanda og eru öll lönd skilgreind sem áhættusvæði. Farþegar sem koma til landsins hafa val um tvöfalda skimun, með 5 daga sóttkví á milli, eða 14 daga sóttkví. Skimun á landamærum er gjaldfrjáls til 31. janúar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -