Fimmtudagur 25. maí, 2023
7.8 C
Reykjavik

Tengdafaðir Gylfa um næstu skref í málinu: „Það yrðu bara spegúlersjónir“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Nei ég hérna ætla ekki að tjá mig um þetta. það er best að líta bara á fréttatilkynninguna,“ sagði Ívar Erlendsson, tengdafaðir Gylfa Þórs Sigurðssonar í samtali við Mannlíf rétt upp úr hádegi í dag. Aðsurður hvort hann vissi hver næstu skref Gylfa yrðu í málinu sagðist hann heldur ekki vilja að tjá sig um það. „Nei tjái mig ekkert um það, það yrðu bara spegúlersjónir.“

Greint var frá yfirlýsingu lögreglunnar í Manchester í dag þar sem kom fram að Gylfi Þór yrði ekki ákærður fyrir meint brot gegn ólögráða einstaklingi og hann því laus allra mála. Gylfi var handtekinn í júlí árið 2021; grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi. Rannsókn málsins lauk í janúar síðastliðnum og fékk saksóknaraembættið gögnin í hendurnar frá lögreglunni í kjölfarið. Var það í höndum embættisins að ákvarða næstu skref en niðurstaðan var sú að málið var fellt niður. Gylfi hefur enn ekki tjáð sig um málið.

.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -