Þriðjudagur 21. mars, 2023
0.8 C
Reykjavik

Texas afléttir banni – Leyfa ungmennum nú að bera skammbyssur

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Alríkisdómari í Texas hefur aflétt banni ríkisins við því að fólk á aldrinum 18 til 20 ára beri skammbyssur. Virðist þetta vera fyrsti stóri dómsúrskurðurinn frá tímamótaúrskurð um vopnarétt í júní síðastliðnum.

Lögin sem um ræðir bannaði ungumennum á aldrinum 18-20 ára, sem ekki eru í virkri herþjónustu, að bera skammbyssur á almannafæri. Áskorunin um breytingu laganna var lögð fram árið 2021 af samtökunum Firearms Policy Coalition, sem er svokallaður réttindahópur byssueigenda. Hópurinn sagði bannið brjóta í bága við aðra breytingu á stjórnarskrá Bandaríkjanna þar sem „réttur fólksins til að halda og bera vopn verði ekki brotinn“.

Lögfræðingar frá ríkissaksóknara í Texas höfðu haldið því fram að það væri sögulegur grundvöllur fyrir því að ákvarða hver gæti borið byssur miðað við aldur. Reyndist þeirra yfirlýsing þó árangurslaus. Kemur fram í erlendum miðlum að nú þegar geti 18 ára einstaklingur gengið inn í hvaða verslun sem er, sem selur skotvopn, og keypt þar langar byssur eins og riffla.  Var það raunin með 18 ára skotmanninn sem notaði hálfsjálfvirkan riffil til að ráðast á skóla í Uvalde í Texas í maí. Í árásinni létust 19 börn og tveir kennarar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -