2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Það er eitthvað að gerast í Arion banka

Miklar breytingar hafa orðið hjá stærsta bankanum sem er einkaeigu á skömmum tíma. Innlendir einkafjárfestar, með sögu sem teygir sig aftur fyrir bankahrun, eru orðnir stórir eigendur í Arion banka.

Á síðustu vikum hefur framkvæmdastjóri sjóðsstýringarfyrirtækis bankans hætt, skipt hefur verið um stjórnarformann og nýlega sagði bankastjórinn upp. Mestu hræringar í íslensku fjármálakerfi frá hruni eru að eiga sér stað.

Í vik­unni áður en Hösk­uldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, til­kynnti um afsögn sína ákvað Kaup­þing, stærsti eig­andi bank­ans, að selja tíu pró­sent hlut í honum í lok­uðu útboði. Stoð­ir, sem einu sinni hétu FL Group, keyptu stóran hluta af því hlutafé auk þess sem Íslands­banki keypti umtals­verðan hlut fyrir við­skipta­vini sína í fram­virkum samn­ing­um.

Til við­bótar við þessi tíu pró­sent seldi Kaup­þing ehf., félag utan um eft­ir­stand­andi eignir þrota­bús bank­ans sem féll með látum í októ­ber 2008, einnig fimm pró­sent hlut til vog­un­ar­sjóðs­ins Taconic Capital á 6,5 millj­arða króna.

Mikið er rætt um hvað sé framundan í Arion banka. Margir viðmælenda Kjarnans, bæði innan fjármálakerfisins og innan stjórnsýslunnar, telja að í bígerð séu tilraunir til að sameina Kviku banka við Arion banka. Þær hugrenningar eru rökstuddar með því að stutt sé á milli margra hluthafa í bönkunum tveimur.

AUGLÝSING


Lestu ítarlega fréttaskýringu um málið á vef Kjarnans og í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is