Sunnudagur 4. desember, 2022
-2.2 C
Reykjavik

„Það er ekki hægt að fæðast í röngum líkama: Við erum líkamar okkar, það fæðist enginn vitlaust“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eldur Deville segist vita í hvernig umhverfi börn eru í dag; hvað börn þurfa að glíma við: Sem sé allt annar veruleiki en þegar hann var barn:

„Þá var ekkert internet og ekkert TikTok eða Snapchat. Þessi pressa á börn er orðin allt önnur og samskipti þeirra náttúrlega allt önnur heldur en þau voru,“ segir hann í flottu helgarviðtali Mannlífs, og heldur áfram:

„Foreldrar þurfa að fylgjast með hvað börnin þeirra eru að gera á netinu. Ef stúlka segist halda að hún sé strákur, þá á að spyrja spurninga, svo sem, af hverju hún haldi það; mikilvægt er að fá barnið til að tala. Og það verður að hlusta á barnið. Ef þetta er samþykkt strax og sagt er við barnið að það hafi bara fæðst eitthvað vitlaust þá er búið að staðfesta það fyrir barninu, sem hefur ekki andlegan þroska, til þess að skilja þetta.“

Eldur bætir þessu við:

„Það er ekki hægt að fæðast í röngum líkama. Við eru líkamar okkar. Það fæðist enginn vitlaust. En ef barni er talin trú um að það fæddist bara vitlaust þá er líka farið að brjóta niður sjálfsmynd barnsins, í staðinn fyrir að leiðbeina barninu.“

Hann leggur áherslu á að foreldrar séu á verði og vakandi varðandi hvað börnin þeirra eru að gera, en segir þetta líka vera mjög mikilvægt:

- Auglýsing -

„Vertu foreldri barnsins og leiðbeindu því og teldu því trú um að strákar geti gert hvað sem er. Stelpur geti gert hvað sem er. Þó að stelpur vilji fara í fótbolta og strákar vilji fara í ballett þá er það bara fínt. Markmiðið með jafnréttisbaráttu síðustu aldar var að brjóta niður staðalímyndir; ekki búa til fleiri og búa til enn minni kassa utan um fólk. Ég meina; transkonur eru karlar. Við þurfum að læra sem karlkyns einstaklingar og karlar að samþykkja þá líka sem karlkyns einstaklinga því þeir eru af karlkyni. Sama með konur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -