Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
8.8 C
Reykjavik

„Það er ekki val neins að verða heimilislaus“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Um helgina birtist færsla á Facebook-síðu Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi verkefnis á vegum Rauða Krossins, þar sem óskað er meðal annars eftir hlýjum fötum, teppum og tjöldum fyrir heimilislausa.

„Eins og þið vitið þá eru margir af þeim einstaklingum sem leita til okkar heimilislausir. Nú hefur veturinn skollið á og því orðið ansi kalt í veðri. Okkur í Frú Ragnheiði langar að athuga hvort einhver af ykkur hefði tök á að gefa hlýjan fatnað eins og úlpur, lopa- eða flíspeysur eða kuldabuxur. Einnig vantar okkur hlýja svefnpoka, teppi og tjöld,“ segir meðal annars í færslu Frú Ragnheiðar.

Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, segir viðbrögðin við færslunni hafa verið góð og fólk hefur verið duglegt að koma með fatnað á skrifstofu Rauða krossins í Reykjavík.

„Söfnunin hefur gengið mjög vel og margir hafa komið til okkar með poka og kassa af fötum og öðru. Nú er kominn vetur og eftirspurnin eftir hlýjum fötum er orðin mikil hjá okkur. Margir sem leita til okkar eru heimilislausir og sumir þeirra þurfa að sofa úti, gista í bílum eða geymslum, í tjöldum eða vera í hústökum þar sem stundum er enginn hiti. Aðrir gista stundum í neyðarathvörfum eins og í Gistiskýlinu eða í Konukoti en á daginn þurfa þeir einstaklingar að verja miklum tíma úti. Þetta er ofsalega erfið staða að vera í og það er mikilvægt fyrir einstaklinga í þessari stöðu að hafa aðgengi að góðum fatnað og búnaði, til í raun að lifa þessar aðstæður af,“ útskýrir Svala.

„Margir sem leita til okkar eru heimilislausir og sumir þeirra þurfa að sofa úti, gista í bílum eða geymslum, í tjöldum eða vera í hústökum.“

Hún bendir á að á síðustu fimm árum hefur orðið 95% aukning á fjölda heimilislausra í Reykjavík. „Það er ekki val neins að verða heimilislaus. Þetta gerist vegna erfiðra aðstæðna í lífi fólks og stjórnvöld eru ekki að grípa inni til að reyna að fyrirbyggja það að fólk verði heimilislaust. Einnig gengur ansi hægt að ná fólki úr heimilisleysinu, það eru allt of fáar félagslegar leiguíbúðir og einnig vantar önnur stuðningsúrræði fyrir hópinn.“

Þess má geta að skrifstofa Rauða krossins í Reykjavík er í Efstaleiti 9, 103 Rvk. Þeir sem vilja leggja verkefninu lið geta komið með vörur þanngað á skrifstofutíma. „Við erum komin með marga poka og kassa af fatnaði og við getum enn þá tekið við mun meiru,“ segir Svala að lokum.


Mynd / Rauði Krossinn

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -