Laugardagur 3. desember, 2022
-0.2 C
Reykjavik

„Það er skammarlegt ef við erum með börn hér á skólaaldri og getum ekki verið með þau í skóla“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, segir það ekki koma til greina að flóttabörn komist ekki í skóla, en sveitarfélög hafa kallað eftir fjármagni til að sinna þeim, eins og kemur fram í frétt RÚV.

Á Íslandi eru aðeins fimm sveitarfélög af sextíu og fjórum, sem taka við fólki á flótta; hefur aðgerðarstjóri yfir móttöku þeirra kallað eftir að fleiri sveitarfélög stígi inn í.

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í fréttum í vikunni að fjármagn sem eigi að fylgja flóttafólki, frá stjórnvöldum, sé óskýrt og að ríki og sveitarfélög verði að koma sér saman um hvernig eigi að fjármagna fjölgun barna í skólum; það séu börn sem tala jafnvel ekki íslensku.

Segir Ásmundur Einar að ríkisstjórn og sveitarfélög ræði nú um samræmda móttöku:

„Það er eitt sem kemur að minnsta kosti ekki til greina, það er að þessi börn fái ekki notið náms. Okkur sem stjórnvöldum, þá meina ég bæði ríki og sveitarfélög, ber skylda til þess að einstaklingar sem hér eru fái nám og við munum ekki láta það liðið að það gangi ekki eftir, en við erum í samtali um þessi mál. Það er skammarlegt ef við erum með börn hér á skólaaldri og getum ekki verið með þau í skóla, þar þurfum við að grípa inn í, það samtal er í gangi en það er ekki komin lending í þau,“ sagði Ásmundur Einar sem var spurður hvenær hann búist við lendingu í málinu:

„Það verður að gerast mjög fljótlega.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -