• Orðrómur

Þátttakendur #Ég­­Trúi mynd­bandsins sæta gagnrýni: „Stórt skref aftur á bak í um­ræðunni“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Samstöðumyndband sem bar yfirskriftina #Égtrúi og vakti mikla athygli fyrr í vikunni hefur verið tímabundið tekið úr dreifingu. Edda Falak og Fjóla Sig­urðardótt­ir, stjón­end­ur Eig­in kvenna, stóðu að út­gáfu mynd­bands­ins, en í kjölfar birtingu skapaðist töluverð umræða á sam­fé­lags­miðlum þar sem val þeirra ein­stak­linga sem í því birt­ast var gagn­rýnt, til að mynda Magnús Sigur­björns­son og Pálmar Ragnars­son. 

Ný #met­oo bylgja geng­ur nú á sam­fé­lags­miðlum og hafa ótalmarg­ir þolend­ur, og einnig ein­hverj­ir gerend­ur, stigið fram og sagt sína sögu. Bylgj­an hófst í tengsl­um við mál Sölva Tryggva­son­ar, sem sakaður var um of­beldi gegn kon­um. Sölvi hef­ur síðan fjar­lægt allt hlaðvarpsefni sitt.

Þeir Magnús og Pálmar greindu frá því í gær að þeir hefðu báðir farið yfir mörk kvenna og kváðust taka á­byrgð á gjörðum sínum. „Það er ljóst að ég á­samt öðrum þurfum að horfast í augu við það að hafa farið yfir mörk,“ skrifar Magnús á Insta­gram síðu sinni.„Mér þykir það leitt of við ég biðjast af­sökunar. Ég trúi því ein­lægt að um­ræðan sem hefur átt sér stað hafi fengið alla til að hugsa. Um­ræðan hefur ekki orðið til án til­efnis og ég trúi því að ég og við karl­menn getum gert betur.“

Ekki fullkominn

- Auglýsing -

Pálmar segir í sinni færslu karl­menn ekki mega úti­loka það að hafa farið yfir mörk annarra á ein­hverjum tíma­punkti. Hann hafi sjálfur brugðist góðri vin­konu á yngri árum með því að taka ekki af­stöðu.

„Ef við úti­lokum það og förum í vörn erum við að taka stórt skref aftur á bak í um­ræðunni,“ sagði Pálmar. „Ég sjálfur hef mjög lík­lega farið yfir mörk kven­fólks í mínu lífi. Á því vil ég taka á­byrgð og biðjast af­sökunar, Ég er ekki full­kominn þó ég kjósi að taka þátt í um­ræðunni. Það er mjög mikil­vægt að það komi fram.“ 

Aðrir mögulega settir inn

Edda segir í sam­tali við Vísi að um sé leiðinlegt mál að ræða en hafi boðskapurinn ekki breyst. Hún segir að skömmu eftir birtingu myndbandsins hafi farið sögur af stað, „um alls konar“, þar á meðal fólk sem komi fram í myndbandinu.

- Auglýsing -

 „Við erum að reyna að finna út hvað er best í stöðunni,“ segir Edda og telur öruggt að myndbandið verði aftur birt, en verða þá á­kveðnir ein­staklingar fjar­lægðir og aðrir settir inn. „Við ætlum að pósta því aftur. Hvort sem það verður án einhvers, eða einhver auka, eða bara eins,“ segir Edda.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -