Miðvikudagur 27. mars, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Þingmenn börðust hart gegn litasjónvarpinu: „Veldur börnum og viðkvæmum konum sálrænan skaða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég hef átt þess kost að horfa á litasjónvarp erlendis. Venjulega hafa litirnir verið svo bjagaðir og svo afskræmdir og svo fjarri öllum eðlilegum litum að hefur verið til stórra leiðinda á að horfa — og reyndar átakanlegt stundum. Einu sinni sá ég sjálfan Bandaríkjaforseta með heiðgul eyru og grænt nef“. Svo mæltist Jónasi Árnasyni þingmanni í ræðu á Alþingi árið 1976 .

Sálrænn skaði rauðs blóðs

Þingsályktunartillagan sem vakti þessar sterku tilfinningar og skoðanaskipti meðal þingmanna voru um hvort leyfa ætti litasjónvarp á Íslandi. Fræg var umræðan um að ef blóð sæist rautt myndi það valda „börnum og viðkvæmum konum sálrænum skaða”.

„Margur er hégóminn, sem ríður húsum hjá þessari bjóð. og mörg fordildin, sem íslendingar ana eftir öðrum þjóðum. Skelfileg er sú árátta þeirra að þurfa endilega að kalla yfir sig hverja þá plágu fordildarinnar sem þjakar aðrar þjóðir. Sjónvarp er mikil plága með ýmsum þjóðum. Til eru lönd þar sem vísindamenn rekja marga verstu sálarkvilla fólks til þessarar plágu,” sagði Jónas í sömu ræðu.

Ljóst er að Jónas var ekki mikill áhugamaður um sjónvarpsáhorf. Og allra síst í lit.

Þjóðarmorð á íslenskri tungu

- Auglýsing -

Saga íslensks sjónvarps er lituð takmörkunum sem fáir geta skilið í dag. Ríkissjónvarpið hóf útsendingar árið 1966 eftir nokkurra ára undirbúning sem litaður var basli. Við vorum áratug á eftir hinum Norðurlandaþjóðunum. Reyndar voru flestir landsmenn orðnir nokkuð vanir að geta horft á hið svonefnda Kanasjónvarp en það voru útsendingar frá herstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Hlutverk stöðvarinnar var að senda út skemmtiefni til upplyftingar hermönnum og starfsfólki hersins og byggði fyrst og fremst á vinsælu efni frá Bandaríkjunum.

Á þessum árum er talið að um fjórða hvert heimili hefði átt sjónvarpstæki til þess að ná varnarliðsútsendingunum en þær náðust á Höfuðborgarsvæðinu og reyndar út um allt Faxaflóasvæðið. Það voru þó miklar deilur um ágæti þess að þjóðin fengi aðgengi að amerísku efni og héldu sumir fram að væri verið að fremja þjóðarmorð á íslenskri tungu og menningu.

Það er hefur reyndar töluvert skemmtanagildi fyrir Netflix notendur nútímans að lesa þær umræður sem áttu sér stað á þessum árum um sjónvarpsnotkun landans. Forsjárhyggjan var allsráðandi.

- Auglýsing -

Deilan um Kanasjónvarpið

Í aðsendir grein til Alþýðublaðsins ári 1967 heldur höfundur fram  að hlutverk varnarliðsins sé að halda uppi hervörnum en það sé af og frá að það megi skemmta landanum með sjónvarpsefni frekar en að framleiða brauð eða taka upp farþegaflug. „Varnarliðið er ekki hingað komið til að halda upp neins konar starfssemi fyrir Íslendinga. Þetta hlýtur að eiga við um sjónvarp engu síður en brauð og flug”.

Deilan vatt upp á sig eftir þetta og 13. mars árið 1964 birtu sextíu þekktir Íslendingar grein þar sem skorað var á íslensk stjórnvöld að takmarka útsendingar stöðvarinnar. Andstæðingar stöðvarinnar höfðu meðal annars áhyggjur af því að íslensk ungmenni myndu verða fyrir „óæskilegum“ menningaráhrifum og jafnvel glata íslenskunni. Ýmsir urðu þó til að koma Keflavíkursjónvarpinu til varnar og yfir 14.000 manns skrifuðu undir undirskriftalista þar sem þess var óskað að stöðin fengi áfram að senda út á Íslandi.

Smám saman var þrengt að Kanasjónvarpinu svokallaða, útsendingar voru takmarkaðar við Suðurnesin og því lokað fyrir íslenskan almenning árið 1974.

Þjóð á vonarvöl

Í upphafi voru útsendingar Ríkissjónvarpsins tvisvar í viku, fóru upp síðan upp í þrjá daga á endanum upp í sex daga. Sjónvarpslausir fimmtudagar, ætlaðir til samverustunda fjölskyldumeðlima, héldust allt til 1985, svo og mánaðfrí í júlí hvert ár til 1987. Útlendingum var skemmt yfir þessar sérvisku Íslendinga sem þótti á pari við bann við hundahaldi og bjór.

Nágrannaþjóðir okkar hófu beinar útsendingar árið 1964 en það var ekki fyrr en 1981 að Íslendingar fengu sína fyrstu beinu útsendingu.

Ef aftur að litasjónvarpi. Árið 1976 greip um sig æði meðal landans að sjá efni í lit og seldist hvert einasta sjónvarpstæki sem hafði hafði þá tækni til að bera, upp. Greip þá um sig mikil hræðsla meðal stjórnvalda um að ásóknin í litasjónvarp myndi éta upp allann gjaldeyrisforða þjóðarinnar og koma henni hreinlega á vonarvöl. Voru slík tæki í kjölfarið bönnuð.

Stjórnvöld gefast upp

Upp hófst gróðvænlegt smygl þar sem hverjum gámnum á fætur öðrum af sjónvörpum var smyglað til landsins og tækin seld á svarta markaðnum. Eftirspurnin var gríðarleg. Svo fór að stjórnvöld gáfu sig árið 1977, innflutningur var leyfður, og börn og viðkvæmar konur gátu séð rautt blóð.

Með tímanum fóru kröfur almennings um fjölbreyttara efni að verða háværari og svo fór sem fór að einokun Ríkissjóvarpssins var aflögð árið 1985 og ári síðar hóf Stöð 2 hóf útsendingar.

Allir þekkja framhaldið en það er erfitt fyrir Neflix, Amazon og Hulu kynslóð nútímans að skilja hvað ráðamönnum gekk til á sínum tíma. Eðlilega.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -