Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

„Þegar ég las dagbækurnar sá ég svart á hvítu hvað samband hennar og JBH var sjúkt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Valgerður Þorsteinsdóttir, dóttir Þóru Hreinsdóttur, sem afhenti Stundinni dagbók móður sinnar, ritar færslu sem ber yfirskriftina:

Mín skoðun (og vonandi mitt síðasta svar um þetta mál).

Hefst svona:

„Ég hef misst marga nákomna og farið í fleiri jarðarfarir en ég get talið. Samt sem áður hef ég bara skrifað eina minningargrein. Ég skrifaði hana til besta vinar míns, sem fór án þess að ég fengi að kveðja hann. Hann var aðeins 25 ára gamall.“

Hún bætir þessu við:

„Ég elskaði Þóru Hreinsdóttur, móður mína, og geri enn. Á meðan hún lifði vissi hún að hún átti mig að. Mamma gat leitað til mín með hvað sem er. Frá því að ég man eftir mér, fannst mér það vera hlutverk mitt að passa upp á hana. Við vorum nánar alla tíð, þó að við hittumst stundum sjaldan. Við áttum kaldhæðin og dökkan einkahúmor, sem fáir aðrir skildu, og við hlógum mikið saman. Ég gekk líka í gegnum tímabil þar sem ég var sár og reið út í hana fyrir margt sem ég skildi ekki. Ég ræddi það við hana og dró ekkert undan. Stundum voru þetta erfið samtöl.“

- Auglýsing -

Hún segir að þrátt fyrir allt þá „hætti ég aldrei að elska mömmu og standa með henni. Það tók mig tíma að sætta mig við að alkóhólismi er sjúkdómur sem margir ná ekki að sigrast á og að aðstandendur gætu oft lítið sem ekkert gert til að breyta því. Síðustu árin í lífi mömmu var ég, sem betur fer, farin að skilja það og gremjan fékk að víkja fyrir umburðalindi, skýrari mörkum og dýpri skilningi.“

Valgerður rifjar upp að „þegar leiðir skildu 2016 vorum við sáttar við hvor aðra. Mér fannst ég ekki eiga neitt ósagt, við hana, sem ég þyrfti að skrifa í minningargrein.

Árið 2010 klippti ég á öll samskipti við Soffíu, systur mína. Ég hef aldrei séð eftir því, enda ekki vanhugsuð ákvörðun. Ég hafði nóg af ástæðum, en fáar til að halda áfram að hafa hana í mínu lífi. Ég hefði líklegast átt loka á hana fyrr, en ég var (og er) meðvirk og átti bara eina alsystur. Ég gaf henni ótal sénsa, en einhverntímann fá allir nóg. Soffía má hafa sínar skoðanir og viðra þær eins og hún vill. Ef henni finnst hún hafi verið góð dóttir af því að hún skrifaði minningargrein (ef hún gerði það… Ekki eitthvað sem ég hefði áhuga á að lesa) þá er það frábært mál, fyrir hana a.m.k…“

- Auglýsing -

Valgerður segir að „ég ákvað ekki að birta dagbækur mömmu til að gera einhverjum karli (JBH) sem ég þekki ekki neitt, einhvern miska. Ekki heldur til að hjálpa konu, sem ég þekki ekki, með málaferli sem ég veit lítið um, ekki til að ráðast á Alþýðubandalagið, Samfylkinguna eða starfsferil Jóns Baldvins Hannibalssonar almennt, ekki til að fá athygli, ekki til að skemma vináttu JBh og BS við pabba og konuna hans, ekki af því að ég er vond, heimsk og/eða geðsjúk… Ég birti dagbækurnar alls ekki til að smána ímynd móður minnar, enda sá ég ekkert í dagbókarskrifum hennar sem gat verið henni til skammar (fyrir utan nokkrar stafsetningarvillur sem voru jafn slæmar og mínar, þegar ég var á sama aldri).“

Bætir við:

„Skömmin var ekki hennar!! Þegar ég las dagbækur og færslur á miðum frá þessum tíma, í lífi mömmu, sá ég svart á hvítu hvað samband hennar og JBH var sjúkt. Ég sá stelpu, á aldur við son minn, sem var búin að upplifa miklar breytingar og var að mörgu leiti á gatnamótum í lífinu. Ungling með brotna sjálfsmynd, sem leið ekki vel og kennara, virtan af þjóðfélaginu, nýta sér sakleysi hennar vanlíðan og örvinglan. Ég sá hvernig hún minnkaði og brotnaði þegar leið á lesturinn. Kennarinn sem ætlaði að hjálpa henni, þegar hún þurfti á hjálp að halda, vildi ekki bara að hún gæti náð landsprófi, af því að hann var kennarinn hennar… Hann vildi stinga af með henni og líklega eiga hana, éta hana, nota hana o.sfrv., eða ekki… Hvað átti hann að gera við þessi löngu læri??

Mér finnst hann hefði átt að láta þau í friði. Það er mín skoðun!! Mér fannst hreinlega rangt að sitja á þessu og segja ekki neitt við neinn um málið.“

Valgerður nefnir að „eins og aðrir hef ég séð, í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, hópinn af fólki sem hefur ásakað Jón Baldvin um kynferðislegar árásir, af ýmsum toga, stækka og stækka undanfarin áratug amk. Heyrt einhvern orðróm lengur. Ég hef líka séð hvernig JBH og BS hafa þaggað niður þessar frásagnir og hvernig þau spila sig sem fórnarlömb lygasjúkra kvenna með ranghugmyndir og/eða illgjarnt eðli.

Sannleikurinn skiptir mig miklu máli. Ég þoli ekki lygar og fátt fer eins í taugarnar á mér og misnotkun, valdníðsla og almenn ósanngirni. Þeir sem hafa haft mig á Facebook í nokkur ár ættu að vita það. Ég er núverandi eigandi nokkurra kassa með gömlum úrklippum, ljósmyndum, bréfum, dagbókum, teikningum o.fl. þ.h. Ég ræð hvað ég geri við mitt dót og ég ræð hvernig ég bregst við umhverfi mínu, upplýsingum, samskiptum o.s.frv.“

Valgerður ljær máls á því að „mamma, sem unglingur, hafði ekkert að skammast sín fyrir. Ég skammast mín ekki fyrir þá skoðun mína eða að hafa „grafið upp drauga fortíðar“ í óþökk fjölskyldunnar. Mér fannst grein Stundarinnar snilldarlega vel unnin! Það var talað við nokkur vitni frá þessum tíma og ekkil mömmu, sem allt staðfesti það sem stóð í skrifum mömmu.

Mætingarkladdar úr Hagaskóla staðfestu margar dagsetningar úr dagbókinni. Viðtal við JBH úr Hagaskólablaðinu kom lítillega við sögu, ásamt setningum úr hans eigin sjálfsævisögu og síðast en ekki síst var tveggja blaðsíðna handskrifað bréf Jóns Baldvins Hannibalssonar birt í fullri lengd! Frábær heimildarvinna!! Sýnir, svo sannarlega, að þrátt fyrir að margir kunni vel við JBH og BS, hefur margt sem frá þeim hefur komið varðandi meint fórnarlömb Jóns Baldvins, að öllum líkindum, verið total bs (bullshit) uppspuni og lygar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -