Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

„Þegar ég næ þér, þú átt eftir að vilja fara á hné og biðja bænir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær var karlmaður dæmur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ítrekuð brot á nálgunnarbanni, brot í nánu sambandi, líkamsárás, húsbrot, vopnalagabrot og umferðarlagabrot. Meðal þeirra gagna sem fram komu í málinu voru 50 textaskipaboð og tölvupóstar sem maðurinn endi á fyrrverandi sambýliskonu sína, sambýlismann hennar, vinkonu og yngri systur sína. Var þeim ítrekað hótað hrottalegu ofbeldi og lífláti. Maðurinn var einnig fyrir líkamsárás á fyrrverandi sambýliskonuna og að hafa hóta karlmanni með skotvopni.

Hinn dæmdi hefur átt við geðræn vandamál að etja og á að baki langa sögu fíkniefnaneyslu.

Hótanir um líkamsmeiðingar og dauða

Karl­maðurinn var meðal annars ákærður fyrir að hafa sent skila­boð í síma vin­konu fyrr­verandi kærustu sinnar undir öðru nafni og hótað að berja fyrrverandi kærustu sína:

„Nú vill ég bara segja þér. Ef ég fer aftur inn útaf T þá er ég að fara að berja hana það ílla að mamma hennar er ekki eftir að þekkja hana þegar Nbannið er búið og ég laus,“ segir í sms skila­boðunum til vin­konu fyrr­verandi kærustu mannsins.

Fyrrverandi sambýliskona mannsin fékk yfir þúsund skilaboð frá manninum úr hinum ýmsu númerum þrátt fyrir nálgunarbann. Öll hljóma þau á sama veg, eru hótanir um líkamsmeiðingar og dauða. Hann segist meðal annars ætla að skjóta hana í hausinn.

- Auglýsing -

Ok núna er ég að fara út og koma til þín nema þú gefir mér svar. Gef þér 10min eða þu serð mig eftir sma. Ég mun leita af þér útum allt, klifra upp svalir ef þess þarf. Ég vill fá fokking skaðabætur, hlitur að skilja það. Mundu. Þú bauðst uppá þetta. Ég drep þig. Veistu mer hlakkar rosalega til að hitta þig uta gotu einhverntiman. Ég er utum allt alla daga, einn daginn næ eg þer. Og þegar eg næ þer, þú ert eftir að vilja fara a hne og biðja bænir um að ég sé ekki eftir að permanently eyðileggja a þer skrokkinn. Nú eru allir vinir minir að fara segja mer hvar þu ert um leið og þeir sja þig. Og ég mun mæta á staðin um leið. Ég mun ekki hika við það.“

„Ætla að drepa þennan gaur“

Kærasta sambýliskonunnar fyrrverandi er einnig hótað:

- Auglýsing -

„Eg er að fara drepa þig og hann nema þu biðjir afsokunar og hjalpar mer að laga skemmdinar eftir þig og meinar það sem þu segir að þu elskir mig. Eg ætla drepa þennan gaur eg er að segja þer það. Eg ætla stinga hnif i eistun a honum og svo hjartað.“

Hann hótar henni ef hún muni segja frá: „Og hey ætla bara segja þer það nuna. Ef eg fretti eitthverstaðar að þu sert að dreyfa ut þvi sem eg er að segja við þig. Þá mun ég drepa þig i stað snoða þig.“

Hótanir mannsins beindust einnig að fjölskyldu hans er hann hótaði systur sinni ítrekað lífláti:

Mundu bara það Eað ef ég fer inn aftur útaf þér. Þá drep ég þig þegar ég losna og mér er alvara ég mun drepa þig bókstaflega sama þó ég fái 10-20-30-40 ár,“ segir meðal annar í skilaboðum mannsins til systur sinnar.

„Ef litla systir mín og fjölskylda mín og kærasta mín og allir.vilja mér þá drep ég ykkur öll. Um leið og ég losna þá fer ég strax í það að kveikja í húsunum ykkar.“

„Og þú skallt fokking muna það. Alla síðustu fangelsisvistina mína þá var ég búin að hugsa „ALLAN TÍMAN“ um að drepa þig næst þegar ég kæmi út. Næst stend ég við það“

Atlaga með hnífi

Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir vopnalagabrot með því að hafa sunnu­daginn 3. febrúar 2019 veist að ein­stak­lingi með hnífi í íbúð í Hafnar­firði. Hann er sagður í­trekað hafa reynt að leggja að leggja hnífnum að ein­stak­lingnum sem við það flúði frá honum út á svalir í­búðarinnar og lokaði svala­dyrunum. Á­kærði hélt á­fram at­lögu sinni og sló hnífnum ítrekað í gler í rúðu svala­hurðarinnar uns það brotnaði.

Maðurinn er einnig á­kærður fyrir að hafa sent ó­nefndum aðila skila­boð gegnum Facebook og hóta honum líf­láti meðan hann hand­lék skot­vopn.

„Hlustaðu á mig ég og gengið mitt mun berja þig í klessu ef þú lætur ekki H vera. Hún er konan mín og ég er að segja þér það ég mun finna út úr því hvar þú býrð og fara þangað vopnaður með vinum mínum ef þess þarf“

„Hlustaðu núna þú talar ekki við hana aftur eða ég mun finna þig. Ég mun tæma í­búðina þína og skilja þig eftir með ekkert. Ég mun kreista úr þér allan pening sem þú átt.“

Þá er hann á­kærður fyrir að hafa ráðist á sama aðila í Reykja­vík síðasta sumar og veist að honum með of­beldi með þeim af­leiðingum að hann hlaut brot bæði í nef­beini og kinn­beini. Hann fór einnig að lokum heim til aðilans þar sem hann var með „H“ og braut gler í 7 svalarúðum með hamri.

Laus eftir 17 mánuði

Maðurinn er einnig á­kærður fyrir í­trekuð brot í nánu sam­bandi með því að hafa veist að þá­verandi kærustu sinni kýlt hana hana með krepptum hnefa í and­litið á heimili hennar 22. maí og í bif­reið sinni 4. júní 2020. Þá hótaði hann henni einnig of­beldi með skila­boðum 26. júní:

Ég er að fara fokking berja þig í klessu ef þú borgar mér ekki þó ég fari inni fangelsi nú er mér orðið drullu sama. Fokkar ekkert svona í mér og kemur svona fram við mig, ég var bara góður við þig hel­vítis mellan þín. Þú færð það sem þú gefur mundu það. Ég er að fara finna þig. Ég veit að þú lentir í Reykja­vík klukkan 5 í dag. Shit eg er að fara fokking eta þig. Ég er að fara stúta þér,“ segir í skila­boðum mannsins.

Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í fangelsi í tvö ár en til frá­dráttar refsingu kemur gæslu­varð­hald sem á­kærði hefur sætt ó­slitið frá 1. októ­ber 2020 til dagsins í dag. Maðurinn mun því að óbreyttu verða laus eftir 17 mánuði.

Gerð voru upp­tæk 2.367,6 g af kanna­bis­laufum, 663,4 g af kanna­bis­stönglum, 231,95 g af maríjúana, 25 kanna­bis­plöntur, 24 stykki af anabólískum sterum af ó­þekktri gerð, 7 milli­lítrar af anabólískum sterum í formi stungu­lyfsins nandrolon, 2,5 milli­lítrar af anabólískum sterum í formi stungu­lyfsins testosteron og lit­bolta­byssa.

Á­kærða var einnig gert að greiða 1,4 milljónir króna í miska­bætur á­samt máls­varnar­laun verjanda síns að upp­hæð 5 milljónir króna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -