Fimmtudagur 5. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Þegar Elísabet II. hitti Jón Baldvin aftur: „Oh John Baldwin. Much better to you see you now“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Glúmur Baldvinsson segir skemmtilega sögu af kynnum Elísabetar fyrrum drottningar Bretlands, sem lést í gær, og föður Glúms, Jóns Baldvins Hannibaldssonar fyrrverandi ráðherra.

„Vissulega var drottningin alþýðleg en hertoginn hinn mesti hrokagikkur og oflátungur. Faðir minn þá utanríkisráðherra, fékk það hlutverk að ferðast með drottningu og fræða um land og þjóð.

Í upphafi datt honum ekki til hugar að hún hefði snefil af áhuga á kotþjóðinni en þar kom hún honum svo á óvart að hann hafði ekki undan að svara spurningum um allt frá upphafi landnáms, um hernað víkinga á Bretlandseyjum, til þorskastríðanna og sögu þessara undarlegu framsóknarfjóskalla sem öllu réðu.

Þau óku svo ásamt Filippusi hertoga að Nesjavallavirkjun. Það var stinningshaustkuldi. Drottningin vildi ólm innæi virkjun en Hertoginn spurði: nennirðu þessu? Og sat kjurr í limmósínunni.

Svo þau fóru án hans.

- Auglýsing -

Faðir minn var kvefaður allan þennan tíma með flensu. Og svo fór drottningarfólkið til síns heima.

Nokkrum mánuðum síðar var einhver utanríkisráðherrafundur í Lundúnum þar sem faðir minn gerði allt vitlaust og seinkaði dagskrá með því að gera kröfu um yfirlýsingar varðandi bann á kjarnorkumengun Rússa í ballarhafi og svo leiðindi varðandi skiptingu Kýpur. Varð hann þar með óvinsælasti maðurinn á svæðinu. Því þetta röfl hans seinkaði dinnernum í Buckingham Palace.

- Auglýsing -

Svo fer kallinn á hótel og klæðir sig í leigðan smóking, black tie á hástéttarensku og tuxedo á amerísku, og tókst að rífa slaufuna eða hálstauið er hann reyndi að hnýta það.

Því þurfti hann að ganga hálf ámótlegur inní höllina reynandi að láta á engu bera og halda slaufunni fastri beygjandi sig og bugtandi í átt að hennar hátign.

Þegar faðir minn gekk svona á sig kominn fram fyrir hennar hátign sagði Elísabet:

John Baldwin what is the matter with you? Are you still suffering from cold?

Faðir minn svaraði hnípinn. No, your Royal Highness it is the bloody bow tie.

Þá skipti engum togum að Elísabet smellir fingrum og allar hirðmeyjar hennar hátignar og breska heimsveldisins söfnuðust að föður mínum og drógu afsíðis og saumuðu slaufuna saman.

Gekk hann svo aftur hnarreistur fram fyrir hennar hátign og hún segir:

Oh John Baldwin. Much better to you see you now. Með bros á vör.

Lýkur þar með þessari sögu. Sel ég hana miklu dýrar en ég keypti hana.

Glúmur er frábær sögumaður, enda húmorinn alltaf innan seilingar. Mynd / Sigtryggur Ari Jóhannsson

Lengi lifi drottningin! Því hér endar saga drottninga. Því hún var drottning drottninga og sú eina sanna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -