Föstudagur 19. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Þegar Susan fór í bað og Lísa var berrössuð í Grímsey

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 1994 er almennt talið vera upphafsárs þess sem sumir vildu kalla klámvæðingar landans en aðrir kynfrelsi. Þá opnaði fyrsta íslenski nektastaðurinn, Bóhem, við Vitastíg í Reykjavík, Bleikt og blátt var lesið í öreindir og það var stunið gegn rífegu gjaldi í gegnum Rauðu línuna.

Susan fer í bað og Lisa til Grímseyjar

Þó má rekja stripp á Íslandi töluvert lengra aftur. Til að mynda hafði það verið alþekkt trikk hjá hljómsveitum að auglýsa hálfnaktar stúlkur á tónleikum til að trekkja að gesti. Til að mynda varð hin danska Susan, sem vann það sér það helst til frægðar að fara í bað í oggulitlum bala á sviði, býsna vinsæl á Íslandi. Hún kom meðal annars fram með Magnúsi Kjartanssyni og hljómsveitinni Fresh í félagsheimilinu Festi í Grindavík.

En það má fara aftar í tíma til að finna berrassaðar dömur skemmta landanum.

Dr Gunni tók saman hluta af íslenskri strippsögu og skráði að allskonar hljómsveitir hafi brugðið á það ráð að draga með sér útlendar stelpur sem dönsuðu naktar í pásum. „Hingað voru dansmeyjarnar komnar á vegum íslenskra umboðsmanna eins og Ámunda. Hér er plaggat frá 1967 með lítt þekktu bítlabandi, Nesmönnum (Jóhann Helgason, Magnús Þór og fleiri góðir), sem hafði með sér dansmey“.

- Auglýsing -

Fleiri dömur skemmtu landanum eins og hin sænska Ulla Bella í Lídó árið ásamt sextett Ólafs Gauks árið 1966 og hæfileikakonan Trixie Kent ásamt hljómsveitinni Roof Tops.

Nöktu stúlkurnar virðast fyrst og fremst fylgt hljómsveitum á þessum árum og kippti nektardansmærinni Lisu með sér til að sýna listir sýnar í félagsheimilinu í Grímsey. Myndin sem hér fylgir og þar er tekin segir allt sem segja þar um það gigg.

- Auglýsing -

Ekki virðast þessar sýningar sært sómakennd landans svo nokkru nemi, sé leitað í lesandabréfum dagblaða þess tíma.

Hjálpartæki ástarlífsins reka á land

Það var síðan árið 1985 að hinn umtalaði Pan-hópur kemur fram á sjónarsviðið. Hópur af fallegu ungu fólki sem sýndu nærfatnað og kynntu hjálpartæki ástarlífsins jafnt á skemmtistöðum og í einkasamkvæmum.

Það var fyrrum verslunarstjóri í kjötverslun, Haukur Haraldsson, sem stofnaði hópinn eftir að hafa fengið hugmyndina í Bretlandi en þaðan flutti hann notuð sjónvarpstæki. Þar rakst hann á hjálpartæki ástarlífsins, voru með öllu ófáanleg hér á landi á þessum tíma. Hann hóf póstverslun og ruku víbratorar sem báru nöfn eins og Jón Langi og Stobbi fjölhraðall, og uppblásnar dúkkur eins og Ástríður og Cheryl, út eins og vindurinn.

Frá sýningu Pan-hópsins.

Fannst Hauki þá tilvalið að fá fyrirsætur til að sýna varninginn, fyrst stúlkur en síðar var strákum bætt við, og úr varð Pan-hópurinn.

Úr strippinu í Biblíuskóla

Sigmar, vert í Sigtúninu sáluga, bauð Pan-hópnum að koma og sýna og vakti sú sýning svo mikla athygli að eigandi skemmtistaðarins Upp og niður, sem þá var á vonarvöl, bauð Pan-hópnum að vera með reglulegar sýningar. Fjárhagur staðarins batnaði til muna þar sem fullt var á allar sýningar. Það sem áður voru vörukynningar voru orðnar hreinræktaðar strípisýningar ungmenna á aldrinum 16 til 20 ára.

Sýningarnar urðu sífellt djarfari, leðjuslagur og blautbolakeppnir bættust í dagskrána og miklar sögur spunnust um eiturlyfjanotkun, hópkynlíf og vændi meðal meðlima. Hvort svo var raunin er erfitt um að segja en aðeins átján mánuðum eftir stofnun hópsins leystist hann upp eftir að Haukur frelsaðist og fór í Biblíuskóla.

„Svartur blettur á okkar góða bæjarlífi“

Tæpum áratug síðar opnaði Bóhem og fljótlega spruttu upp nektardansstaðir upp um borg og bý. Fyrst í stað voru þeir mannaðir íslenskum stúlkum en fljótlega var farið að bjóða upp erlent hold, þá einna helst frá Austur-Evrópu og Tælandi. Stúlkurnar voru verktakar sem höfðu tekjur sínar af þjórfé, einkadansi og þjónustu í einkasamkvæmum. Á hæla Bóhem kom síðan Óðal í Austurstræti og Vegast við Frakkastíg auk þess sem hinum fornfræga skemmtistað Þórscafé var breytt í strippstað.  Árið 1999 opnaði staður á Suðurnesjum auk þriggja á Akureyri.

Þorsteinn Pétursson, fyrrverandi lögreglumaður, starfaði hjá sýslumanninum á Akureyri á þessum tíma við að hafa eftirlit með vínveitingastöðum. Hann sagði í viðtali við Landann að sér hafi alltaf þótt erfitt að fara inn á nektarstaðina og horfa upp á stúlkurnar sem þar unnu.

„Einhvern veginn skynjaði ég það að þessar stúlkur sem seldu líkama sinn svona, þær væru ekki frjálsar að því,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði þetta tímabil í sögu bæjarins, þegar hægt var að kaupa sér einkadans jafnt á Ráðhústorginu sem í verslanamiðstöðinni Sunnuhlíð alveg mega falla í gleymsku. „Þetta er svartur blettur á okkar góða bæjarlífi að þetta skuli hafa þrifist hérna.“

Vændi, mansal, fjárkúgun og eiturlyf

Morgunblaðið sagði í frétt árið 1997 að Ísland væri vinsæll áfangastaðir kvenna sem hefðu atvinnu af að taka af sér leppana, íslenskir karlmenn væri rausnalegir, og gæti dansari auðveldlega unnið sér inn milljón á mánuði. Að sjálfsögðu var mikið pískrað um hvaða þjónusta væri ekki auglýst, en veitt ef eftir því væri sóst. Tekjur sjálfra staðanna af inngangseyri og áfengissölu munu hafa velt hundruðum milljóna.

Bransinn var harkalegur og ásakanir um hótanir og líkamsmeiðingar gengu á milli stjórnenda staðanna. Yfirvöld fylgdust líka grannt með, jafnt vegna gruna um skattalagabrot svo og sagna um vændi, mansal, fjárkúgun og eiturlyfjasölu.

Almenningur var búinn að fá nóg og svo fór að einkadans var bannaður í Reykjavík og Akureyri árið 2002 sem í raun kippti rekstrargrundvellinum undan stöðunum þótt að sjálfur „dansinn” væri leyfður. Sennilega frægast strippkóngur Íslands, Geiri, almennt kenndur við stað sinn Goldfinger, brá þá á það ráð að flytja starfsemina í Kópavog sem var þolinmóðari gagnvart strippinu og var sá staður landsfrægur lengi vel. Geiri var líka skemmtileg týpa, naut þess að koma fram í fjölmiðlum og var hreykinn af staðnum. Geiri lést árið 2012.

Geiri á Goldfinger ásamt konu sinni.

En áhugi og þolinmæði landsmanna var uppurinn og áherslur breyttar í samfélaginu með þeim afleiðingum að frumvarp Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns VG, um bann við rekstri nektarstaða var samþykkt án mótatkvæða árið 2010.

Því má við bæta að Brynjar Níelsson þingmaður hefur ítrekað lýst óánægju sinni með bann við nektarklúbbum í gegnum árin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -