Mánudagur 17. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Theódór gjörgæslulæknir ákallar íslensku þjóðina: „Rjúpnaskyttur og ađrir, fariđ varlega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Theódór Skúli Sigurðsson gjörgæslulæknis biður alla Íslendinga, sérstaklega rjúpnaskyttur og annað ævintýrafólk um að fara varlega um helgina því heilbrigðiskerfið sé greinilega komið að þolmörkum. Framundan sé erfiðar vikur þar sem slys bæta á mikinn vanda spítalanna.

Þetta segir Theódór í nýlegri færslu sinni á Facebook. Saman telur læknirinn þjóðina geta komist í gegnum faraldurinn. „Ákall gjörgæslulæknis til Íslendinga! Í nótt voru báđar gjörgæsludeildir Landspítalans yfirfullar…Lífsbjargandi ađgerđir í gangi á mörgum skurđstofum…Nú er erfiđ helgi og vikur framundan, sem munu reyna á okkur öll…Rjúpnaskyttur og ađrir sem finna fyrir yfirgnæfandi ferđaþörf og ævintýramennsku, fariđ varlega…Slys gera ekki bođ á undan sér…Ég VEIT ađ saman munum viđ sigrast á COVIDinu,“ segir Theódór.

Gjörgæslulæknirinn bætist þar í hóp fjölmargra sem hafa skorað á Íslendinga að halda sig heima næstu vikur.  Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Landspítalans, segir til að mynda stöðuna grafalvarlega. Hún tekur í sama streng og Theódor hvað varðar gífurlegt álag á heilbrigðisstofnunum vegna Covid-19.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og ristjóri Kvennablaðsins, hrósar öllu íslensku heilbrigðisstarfsfólki og þar á meðan vinkonu sinni, Soffíu Steingrímsdóttur. Hún segir íslensku þjóðina einfaldlega þurfa að hysja upp um sig.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -