Laugardagur 14. september, 2024
4.3 C
Reykjavik

Theódóra furðar sig á viðbrögðum Guðmundar Gísla: „Mér finnst þessi dómur alvarlegur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bæjarfulltrúi BF og Viðreisnar í Kópavogi segir dóminn gegn Guðmundi Gísla Geirdal, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarfélaginu, mjög alvarlegan.

„Mér finnst þessi dómur bara alvarlegur og ég undrast ummæli bæjarfulltrúans um að þetta hafi ekki áhrif á störf hans. Hann er yfir öllum velferðarmálum í Kópavogsbæ sem formaður velferðarráðs, formaður notendaráðs fatlaðra, er í menntaráði og fleiri nefndum,“ segir Theódóra Þorsteinsdóttir í samtali við RÚV. Hún telur að dómurinn muni leiða til þess að Guðmundur víki úr ráðum og nefndum á vegum flokksins.

RÚV greindi frá því að Guðmundur, hafi í síðustu viku, verið dæmdur til að greiða þrotabúi Sælindar ehf. 50 milljónir króna auk dráttarvaxta. Skiptastjóri búsins komst að þeirri niðurstöðu að það væri gjafagjörningur þegar Gísli aflýsti veðskuldabréfi sem var með veðrétti í fasteign hans og eiginkonu hans, 13 dögum áður félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Tilgangurinn hafi verið sá að koma eignum undan áður en það yrði gjaldþrota.

Sjálfur hefur Guðmundur Gísli látið hafa eftir sér að hann ætli að áfrýja málinu og hann telji að málið hafi ekki áhrif á setu sína í bæjarstjórn. Theódóra furðar sig einmitt á þeirri afstöðu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -