Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Þerapisti braut traust og trúnað: „Geðsjúkdómar gera þolanda ekki ótrúverðugan“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Mannlíf fjallað í vikunni um þjóðþekktan mann sem var dæmt forræði yfir einu barna sinna. Barnsmæður mannsins hafa stigið fram og sagt frá grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi auk hótana af hans hálfu.

Söng- og leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir var gestur Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í vikunni. Í þættinum ræddi hún um ofbeldissamband sem hún var í við barnsföður sinn um þriggja ára skeið fyrir um áratug síðan.

Samkvæmt heimildum Mannlífs er maðurinn sem um ræðir Fjölnir Þorgeirsson athafnamaður.

Í kjölfar þáttarins spruttu upp ýmsar umræður. Eins og svo oft áður hafa þolendur sem stíga fram iðulega þurft að heyra um þá sagt; hvort að þeir séu nú ekki örugglega bara „geðveikir eða alltaf með eitthvað vesen.“

Bryndís hefur komið opinberlega fram með sína sjúkrasögu. Bryndís er greind með geðhvarfasýki, bipolar 1, sem hún segir að hafi verið notað gegn sér í forræðisdeilu milli hennar og barnsföðursins. Þá kemur fram að Bryndís hafi kært manninn fyrir ofbeldi en þrátt fyrir það er hinum meinta geranda falin full forsjá yfir barninu.

Í þætti Eigin Kvenna ræðir Bryndís um sambandið en einnig hvernig þerapisti, sem Bryndís leitaði til fyrst til að hjálpa syni sínum, hafi að hennar mati brotið traust og trúnað við sig. Hún segir þerapistann hafa lokað á öll samskipti við hana, fært sig yfir á aðra stofu og haldið áfram að taka viðtal við son hennar, án hennar leyfis og vitundar.

- Auglýsing -

Athygli vekur að Edda fullyrðir að áður en hún tók viðtalið við Bryndísi hafði umræddur þerapisti samband við hana og nokkrum dögum síðar barnsfaðir hennar, og reynt að sannfæra hana um að Bryndís væri „geðsjúkur ofbeldismaður“ og „veik á geði.“

Aðgerðahópurinn Öfgar tvítaði um þetta mál í vikunni og höfðu þetta að segja:

„Geðsjúkdómar þurrka ekki út ofbeldi.

- Auglýsing -

Geðsjúkdómar gera þolanda ekki ótrúverðugan.“

Þetta er gömul og ný saga, þar sem allt er reynt til að draga úr trúverðugleika þolanda með því að telja honum trú um að hann sé ekki í lagi, sé að ímynda sér eitthvað og þurfi jafnvel að leita sér hjálpar. Þessi aðferð hefur verið kölluð gaslýsing.

Burtséð frá því hvort að þolandi glími við andlegar áskoranir eða ekki, þá er óskiljanlegt að þessar aðferðir og umræður skulu enn þykja vera í lagi.

Undir færslu Öfga hafa skapast umræður og kemur þar einn með athugasemd á tvítið:

„Geðsjúkdómur þurrkar ekki út rétt þinn á grundvallarmannréttindum. Gerir einstaklinga ekki óhæfa. Þetta stigma er þreytt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -