• Orðrómur

Þessar Covid-19 reglur tóku gildi á miðnætti

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Frá og með miðnætti tóku við nýjar sóttvarnarreglur þar sem dregið er verulega úr kröfum um grímunotkun. Þá hækka fjöldatakmarkanir í 150 manns frá 50 sem áður var.

Grímuskylda er nú ekki lengur í verslunum og á vinnustöðum en áfram er gert ð krafa um grímur á sitjandi viðburðum og við þjónustu sem krefst mikillar nándar, svo sem á hárgreiðslu- og snyrtistofum.

Tveggja metra reglan er áfram í gildi en á sitjandi viðburðum og veitingastöðum tekru við eins metra nándarregla.

- Auglýsing -

 

Þessar breytingar á sóttvarnarlögum tóku gildi á miðnætti:

  • Nándarregla: Tveggja metra nándarmörk verða áfram meginregla nema á veitingastöðum, sitjandi viðburðum, í skólastarfi og á sund- og baðstöðum þar sem nándarmörkin verða einn metri.
  • Grímuskylda: Grímuskylda fellur niður í verslunum og á vinnustöðum. Einungis er gerð krafa um grímu á sitjandi viðburðum, s.s. leiksýningum, bíósýningum, í kirkjuathöfnum á íþróttaviðburðum og viðlíka. Einnig er skylt að bera grímu vegna þjónustu sem krefst mikillar nándar, t.d. á hárgreiðslustofum, nuddstofum og við sambærilegar aðstæður. Heilbrigðisstofnanir geta gert ríkari kröfur um grímunotkun.
  • Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Börn fædd 2015 og verða áfram undanþegin.
  • Sund- og baðstaðir, tjaldstæði, skíðasvæði og söfn mega opna fyrir leyfilegan hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi í stað kröfu um 75% áður.
  • Líkamsræktarstöðvar mega opna miðað við leyfilegan hámarksfjölda gesta, í stað 75%, en þó þannig að ekki séu fleiri en 150 manns í hverju rými.
  • Sitjandi viðburðir: Hámarksfjöldi áhorfenda fer úr 150 í 300 manns í hverju sóttvarnahólfi. Veitingar, þ.m.t. vínveitingar heimilar í hléi.
  • Verslanir: Enginn hámarksfjöldi verður á viðskiptavinum í verslunum í stað 200 manns. Áfram verður þó regla um fjölda viðskiptavina á fermetra.
  • Veitingastaðir: Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, frá kl. 22 til kl. 23. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir miðnætti.
  • Skólastarf: Reglugerð um takmarkanir á skólastarfi fellur brott. Þess í stað gilda um skólastarf almennar reglur um samkomutakmarkanir.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Framleiða hágæðahúðvörur úr úrgangi

Líftæknifyrirtækið Primex sem staðsett er á Siglufirði framleiðir ChitoCare-húðvörur en einnig fæðubótarefni og sjúkravörur sem hafa sýnt...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -