Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.5 C
Reykjavik

Þessar tilslakanir tóku gildi í nótt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frá og með miðnætti mega nú 50 manns koma saman í stað 20. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sundlaugar taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda.

Þetta er á meðal þeirra tilslakana sem tóku gildi á miðnætti samkvæmt tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis.

Með tilslökununum lengist leyfilegur opnunartími veitingastaða. Nú mega staðirnir taka við fólki til klukkan tíu en verða að loka eigi síðar en klukkan ellefu. Þá verður leyfilegur fjöldi áhorfenda á sitjandi viðburðum, til dæmis íþróttakappleikjum og sviðlistum, 150 manns, í stað 100 áður.

Aðgerðirnar sem taka gildi á miðnætti gilda fyrir landið allt, ef frá er talinn hluti Norðurlands vestra, þar sem hópsýking er komin upp í Skagafirði. Alls hafa sex manns greinst með kórónuveiruna þar á síðustu þremur dögum og um 300 manns eru í sóttkví.

 

Þessar breytingar tóku gildi á miðnætti: 

- Auglýsing -

Nándarregla verði áfram almennt tveir metrar.

Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns. Börn fædd 2015 og síðar verði áfram undanþegin.

Grímuskylda og leiðbeiningar um grímunotkun óbreyttar. Börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu.

- Auglýsing -

Sund- og baðstaðir, skíðasvæði, tjaldsvæði og söfn opin fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2015 og síðar teljist ekki með.

Sviðslistir: Hámarksfjöldi þátttakenda 75 í stað 50 í hverju hólfi/á sviði.

Líkamsræktarstöðvar opnar fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, en ekki fleiri en 50 manns í hverju rými. Önnur skilyrði óbreytt.

Íþróttir: Hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum 75 í stað 50 í hverju hólfi.

Sitjandi viðburðir: Hámarksfjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum, s.s. íþróttakappleikjum, sviðslistum, athöfnum trúar- og lífskoðunarfélaga, verður 150 manns í hverju sóttvarnahólfi í stað 100. Önnur skilyrði óbreytt.

Verslanir: Hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunum 200 manns í stað 100.

Veitingastaðir: Opnunartími lengist um klukkustund, frá kl. 21 til kl. 22. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -